Serbinn Novak Djokovic lék sér að Lukas Rosol í fyrstu umferð Opna kínverska mótsins í tennis í nótt.
Það tók Djokovic aðeins 54 mínútur að vinna sigur á Tékkanum en sigurinn var sá fjórtándi hjá Serbanum á mótinu í jafnmörgum leikjum. Djokovic hefur fjórum sinnum tekið þátt í mótinu og alltaf unnið sigur. Hann missti þó af mótinu árið 2011 vegna meiðsla.
Það tók Rafael Nadal aðeins lengri tíma að leggja Santiago Giraldo að velli. Lokatölur urðu 6-2 og 6-4 eftir níutíu mínútna leik. Með sigri á mótinu hrifsar Nadal efsta sæti heimslistans af Djokovic.
Nadal mætir Philipp Kohlschreiber frá Þýskalandi í 2. umferð en Djokovic mætir Spánverjanum Fernando Verdasco.
Djokovic sigursæll í Kína
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
