Elmar: Hrikalega gaman að koma heim og spila fyrir framan fullan völl Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. október 2014 10:00 Theódór Elmar Bjarnason. Vísir/Getty Theódór Elmar Bjarnason hefur eignað sér hægri bakvarðarstöðu íslenska karlalandsliðsins í fótbolta með frábærri frammistöðu í sigurleikjunum á móti Tyrklandi og Lettlandi. Framundan er leikur gegn Hollendingum í kvöld. „Það er fiðringur í manni. Við erum að fara spila landsleik á heimavelli og það verður fullur völlur. Það er alltaf hrikalega gaman að koma heim og spila fyrir framan fullan völl," sagði Theódór Elmar Bjarnason þegar blaðamaður Vísis hitti hann á hóteli landsliðsins í gær. „Ég er búinn að vera sáttur við mína frammistöðu. Ég átti mjög góðan leik á móti Tyrkjum og mjög fínan leik á móti Lettum. Ég er sáttur við mitt framlag en ég vil auðvitað spila ennþá betur og gera ennþá betur en við höfum gert hingað til. Ég og strákarnir bíðum við spenntir eftir morgundeginum (deginum í dag)," sagði Theódór Elmar. „Ég er ekkert vanur því að spila bakvörðinn og þetta er aðeins öðruvísi fókus. Þarna er maður að einbeita sér meira að varnarleiknum en ég er vanur. Það hefur gengið vel og ég er líka með Kára og Ragga sem eru við hliðina á mér og að tala við mig. Þeir hafa leiðbeint mér vel þannig að það hefur verið auðvelt að aðlagast," sagði Theódór Elmar. Íslenska liðið hefur enn ekki fengið á sig mark í þessari undankeppni og markatala liðsins er 6-0 eftir tvo leiki. „Það sýnir að við erum að gera eitthvað rétt. Það eru ekki bara við í vörninni heldur nær alveg til framherjanna sem eru búnir að hlaupa þvílíkt marga kílómetra. Vörnin byrjar þar og varnarleikurinn er búinn að ganga vel hjá okkur sem ein liðsheild. Þar kemur sterkt inn taktíkin og leikskipulagið sem þjálfararnir leggja upp. Það er mikilvægt að allir eru að kaupa það sem þeir leggja upp," sagði Theódór Elmar. Theódór Elmar er venjulega miðjumaður með liði sínu og hann fær mikið að taka þátt í sókninni hjá þeim Lars Lagerbäck og Heimi Hallgrímssyni. „Ég er búinn að vera fullt með boltann í þessum leikjum. Ég er sáttur með að fá mínútur og mun alltaf leggja mig hundrað prósent fram," sagði Theódór Elmar. „Það má alveg búast við öðruvísi leik á móti Hollandi en í hinum tveimur. Við þurfum væntanlega að vera þolinmóðir þegar þeir eru með boltann. Við vitum það alveg að þeir geta spilað sig út pressu en þjálfararnir okkar eru búnir að gefa okkur nokkra punkta," sagði Theódór Elmar og bætir við. „Ef við hittum á toppleik þá getum við náð úrslitum eins og við gerum á móti Tyrkjum." „Við erum búnir að fá sex stig úr út tveimur fyrstu leikjunum og erum á heimavelli. Við gerum þá kröfu á okkur að við séum líka aðeins að sækja þótt að þetta sé Holland. Þeir eru með mann eins og Robben á kantinum sem er mjög "direct" og ef við missum boltann þá þurfum við að vera fljótir að valda fyrir hvern annan. Þetta er lið með það góða leikmenn að þeir refsa manni ef að maður gerir mistök," sagði Theódór Elmar. „Ef við verjumst sem lið eins og við höfum verið að gera þá ættum við að geta stöðvað þessar skyndisóknir. Við þurfum líka að gera eitthvað fram á við líka því við stefnum ekki á 0-0 jafntefli á heimavelli. Við viljum sækja sigurinn þótt að það verði erfitt. Ef við ætlum að enda í fyrstu tveimur sætunum þá getum við ekki verið að sætta okkur við tap þótt að þeir séu besta lið í heimi," sagði Theódór Elmar. „Þessi sex stig eru komin í hús og það tekur þau enginn af okkur. Það sem við þurfum að gera núna er að vera skynsamir. Þegar maður fer inn i svona mót þá hugsar maður um að vinna heimaleikina og ná einhverjum jafnteflum á útivelli sem ætti að skila manni áfram. Ef verðum skynsamir á morgun og allir ná sínum toppleik eins og á móti Tyrkjum þá getum við náð fínum úrslitum," sagði Theódór Elmar að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Fótbolti Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Sport Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Handbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Fleiri fréttir Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Sjá meira
Theódór Elmar Bjarnason hefur eignað sér hægri bakvarðarstöðu íslenska karlalandsliðsins í fótbolta með frábærri frammistöðu í sigurleikjunum á móti Tyrklandi og Lettlandi. Framundan er leikur gegn Hollendingum í kvöld. „Það er fiðringur í manni. Við erum að fara spila landsleik á heimavelli og það verður fullur völlur. Það er alltaf hrikalega gaman að koma heim og spila fyrir framan fullan völl," sagði Theódór Elmar Bjarnason þegar blaðamaður Vísis hitti hann á hóteli landsliðsins í gær. „Ég er búinn að vera sáttur við mína frammistöðu. Ég átti mjög góðan leik á móti Tyrkjum og mjög fínan leik á móti Lettum. Ég er sáttur við mitt framlag en ég vil auðvitað spila ennþá betur og gera ennþá betur en við höfum gert hingað til. Ég og strákarnir bíðum við spenntir eftir morgundeginum (deginum í dag)," sagði Theódór Elmar. „Ég er ekkert vanur því að spila bakvörðinn og þetta er aðeins öðruvísi fókus. Þarna er maður að einbeita sér meira að varnarleiknum en ég er vanur. Það hefur gengið vel og ég er líka með Kára og Ragga sem eru við hliðina á mér og að tala við mig. Þeir hafa leiðbeint mér vel þannig að það hefur verið auðvelt að aðlagast," sagði Theódór Elmar. Íslenska liðið hefur enn ekki fengið á sig mark í þessari undankeppni og markatala liðsins er 6-0 eftir tvo leiki. „Það sýnir að við erum að gera eitthvað rétt. Það eru ekki bara við í vörninni heldur nær alveg til framherjanna sem eru búnir að hlaupa þvílíkt marga kílómetra. Vörnin byrjar þar og varnarleikurinn er búinn að ganga vel hjá okkur sem ein liðsheild. Þar kemur sterkt inn taktíkin og leikskipulagið sem þjálfararnir leggja upp. Það er mikilvægt að allir eru að kaupa það sem þeir leggja upp," sagði Theódór Elmar. Theódór Elmar er venjulega miðjumaður með liði sínu og hann fær mikið að taka þátt í sókninni hjá þeim Lars Lagerbäck og Heimi Hallgrímssyni. „Ég er búinn að vera fullt með boltann í þessum leikjum. Ég er sáttur með að fá mínútur og mun alltaf leggja mig hundrað prósent fram," sagði Theódór Elmar. „Það má alveg búast við öðruvísi leik á móti Hollandi en í hinum tveimur. Við þurfum væntanlega að vera þolinmóðir þegar þeir eru með boltann. Við vitum það alveg að þeir geta spilað sig út pressu en þjálfararnir okkar eru búnir að gefa okkur nokkra punkta," sagði Theódór Elmar og bætir við. „Ef við hittum á toppleik þá getum við náð úrslitum eins og við gerum á móti Tyrkjum." „Við erum búnir að fá sex stig úr út tveimur fyrstu leikjunum og erum á heimavelli. Við gerum þá kröfu á okkur að við séum líka aðeins að sækja þótt að þetta sé Holland. Þeir eru með mann eins og Robben á kantinum sem er mjög "direct" og ef við missum boltann þá þurfum við að vera fljótir að valda fyrir hvern annan. Þetta er lið með það góða leikmenn að þeir refsa manni ef að maður gerir mistök," sagði Theódór Elmar. „Ef við verjumst sem lið eins og við höfum verið að gera þá ættum við að geta stöðvað þessar skyndisóknir. Við þurfum líka að gera eitthvað fram á við líka því við stefnum ekki á 0-0 jafntefli á heimavelli. Við viljum sækja sigurinn þótt að það verði erfitt. Ef við ætlum að enda í fyrstu tveimur sætunum þá getum við ekki verið að sætta okkur við tap þótt að þeir séu besta lið í heimi," sagði Theódór Elmar. „Þessi sex stig eru komin í hús og það tekur þau enginn af okkur. Það sem við þurfum að gera núna er að vera skynsamir. Þegar maður fer inn i svona mót þá hugsar maður um að vinna heimaleikina og ná einhverjum jafnteflum á útivelli sem ætti að skila manni áfram. Ef verðum skynsamir á morgun og allir ná sínum toppleik eins og á móti Tyrkjum þá getum við náð fínum úrslitum," sagði Theódór Elmar að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Fótbolti Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Sport Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Handbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Fleiri fréttir Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Sjá meira