Pólverjar unnu ótrúlegan endurkomusigur á Hvíta-Rússlandi, 31-30, í milliriðli á Evrópumótinu í handbolta í Danmörku í dag og það þrátt fyrir að vera fjórum mörkum undir þegar rétt rúmlega fimm mínútur voru eftir.
Það hefur verið mikil dramatík í kringum pólska liðið á Evrópumótinu og hún hélt áfram í dag. Pólland tapaði tveimur fyrstu leikjum sínum með einu marki en tryggði sig inn í milliriðil með tvö stig eftir að hafa unnið Rússa í lokaleiknum en liðið var fjórum mörkum undir í hálfleik.
Mariusz Jurkiewicz skoraði átta mörk í leiknum og þar á meðal var sigurmarkið skömmu fyrir leiksins. Patryk Kuchczyński skoraði sex mörk. Siarhei Rutenka var markahæstur hjá Hvít-Rússum með níu mörk.
Keflavík
Grindavík