Enski boltinn

Stoke skellti Aston Villa

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Framherjarnir skoruðu báðir
Framherjarnir skoruðu báðir vísir/getty
Stoke City gerði góða ferð á Villa Park í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag þegar liðið lagði Aston Villa 4-1 eftir að Stoke komst yfir snemma leiks.

Christian Benteke kom Villa yfir strax á 5. mínútu eftir góðan undirbúning Fabian Delph.

Odemwingie jafnaði metin á 22. mínútu og fjórum mínútum síðar kom Peter Crouch Stoke yfir.

Stoke lék frábærlega í leiknum og var mun sterkari aðilinn í leiknum. Steven N´Zonzi kom Stoke í 3-1 þremur mínútum fyrir hálfleik.

Stoke fullkomnaði niðurlægingu Aston Villa á síðustu mínutu leiksins þegar Geoff Cameron skoraði eftir góða sókn.

Stoke er í 10. sæti deildarinnar með 37 stig en liðin höfðu sætaskipti í dag. Aston Villa er í 11. sæti með 34 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×