Íslenski boltinn

Undirbjuggu bardagann um Kópavog í Nauthólsvíkinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Þorvaldur Örlygsson
Þorvaldur Örlygsson Vísir/Daníel
1. deildarlið HK fór öðruvísi leiðir í undirbúningi sínum fyrir bikarslag á móti nágrönnum sínum í Breiðabliki en aðalkeppni Borgunarbikarsins hefst á Kópavogsslag.

HK hefur byrjað vel í 1. deildinni og mætir Pepsi-deildarliði Breiðabliks í fyrsta leik 32 liða úrslita  Borgunarbikarsins í fótbolta í Kórnum klukkan 19.15 annað kvöld.

Á heimasíðu HK er sagt frá því að HK-menn hafi mætt í Nauthólsvíkina í gær en það var liður í „endurheimt" leikmanna eftir sigur á KA á Akureyri. HK-ingarnir fóru í strandblak ásamt því að bregða sér aðeins í sjóinn og í heita pottinn.

HK er í 3. sæti í 1. deild karla með sjö stig eftir þrjár umferðir. Breiðablik er í 11. sæti í Pepsi-deildinni og hefur aðeins náð í þrjú stig út úr fyrstu fimm umferðunum.

Þetta er annað árið í röð sem Kópavogsliðin mætast í 32 liða úrslitum bikarsins en Blikar unnu 4-0 sigur í fyrra eftir að hafa verið manni fleiri frá 29. mínútu. HK-menn verða því örugglega í hefndarhug á morgun.



Mynd/Heimasíða HK



Fleiri fréttir

Sjá meira


×