Íslenski boltinn

Lennon vill losna frá Sandnes Ulf | FH og KR áhugasöm

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Steven Lennon í leik með Fram.
Steven Lennon í leik með Fram. Vísir/Daníel
Steven Lennon, skoski framherjinn sem lék áður fyrr með Fram, vill losna frá félagsliði sínu í Noregi, Sandnes Ulf og hafa FH og KR haft samband.

Þetta staðfesti Lennon í samtali við Eve Magazine í Noregi en hann hefur leikið 28 leiki fyrir Sandnes Ulf og skorað í þeim 3 mörk. Hefur honum hinsvegar yfirleitt verið spilað út á kanti og er það ein af ástæðunum afhverju hann vill komast aftur til Íslands.

„FH og KR hafa haft samband við Sandnes Ulf til að kanna stöðuna og það hljómar mjög spennandi. Þetta eru stærri klúbbar en Sandnes Ulf þótt norska deildin sé sterkari. Ég kom hingað sem framherji en þeir hafa ítrekað ýtt mér út á kant og ég þarf að sinna mikilli varnaravinnu.“

„Ég veit að íslensku liðin munu nota mig sem framherja og ég á tækifæri á því að komast aftur út þaðan,“ sagði Lennon sem á von á tilboði fljótlega.

„Ég á von á því að tilboð komi á næstu dögum og að leikurinn gegn Strømsgodset verði minn síðasti fyrir Sandnes,“ sagði Lennon.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×