Fótbolti

Pele á batavegi í Brasilíu

Eiríkur Stefán Ásgerisson skrifar
Pele með Sepp Blatter, forseta FIFA.
Pele með Sepp Blatter, forseta FIFA. Vísir/Getty
Brasilíumaðurinn Pele er á batavegi eftir að hann var lagður inn á sjúkrahús fyrir helgi með þvagfærasýkingu.

Sýkingin blossaði upp eftir að nýrnasteinar voru fjarlægðir með aðgerð fyrir tveimur vikum síðan. Pele er aðeins með eitt nýra en hitt var fjarlægt á meðan hann var enn að spila.

Læknar ákváðu að taka Pele af blóðskilun um helgina en svo gæti farið að þeirri meðferð verði framhaldið síðar í vikunni, ef ástandi hans hrakar aftur.

Hann hefur þó brugðist vel við sýklalyfjum og sýkingin er á undanhaldi. Sonur hans, Edinho, sagði við fjölmiðla ytra að hann vonaðist til að faðir hans yrði útskrifaður af sjúkrahúsinu í lok næstu viku.

Pele er talinn vera í hópi bestu knattspyrnumanna allra tíma en hann varð þrívegis heimsmeistari með Brasilíu. Hann er 74 ára gamall.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×