Íslenski boltinn

Ingvar: Ég splæsi á Blika og Framara í kvöld

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Það er vonandi fyrir veskið hans Ingvars að hann hitti ekki of marga Framara eða Blika.
Það er vonandi fyrir veskið hans Ingvars að hann hitti ekki of marga Framara eða Blika. vísir/daníel
Víkingar héldu fjórða sæti deildarinnar og komust þar með í Evrópukeppni þrátt fyrir tap gegn Keflavík, 2-0, í lokaumferð Pepsi-deildar karla í dag.

Víkingar fengu aðeins eitt stig í síðustu fimm umferðunum, en frábær sprettur nýliðanna um mitt mót tryggði þeim í heildina 30 stig sem dugði til Evrópusætis að þessu sinni.

Fossvogspiltar geta þakkað Breiðabliki og Fram hjálpina í lokaumferðinni, en Blikar unnu Val, 3-0, og Fram vann Fylki, 4-3, eftir að vera manni færri í stöðunni 2-3.

Ingvar Þór Kale, markvörður Víkinga, þakkar þeim svo sannarlega hjálpina, en hann skrifaði kátur og hress á Facebook-síðu sína eftir leikinn í dag:

„Frábæru tímabili lokið með Víking. Nýliðar í Evrópukeppni. Ps., Ef ég sé einhverja Blika eða Framarar í kvöld þá splæsi ég.“

Nú þurfa leikmenn Breiðabliks og Fram bara að leita Ingvar uppi í kvöld og nótt.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×