Leikarar verða berskjaldaðir án orða Friðrika Benónýsdóttir skrifar 13. nóvember 2014 13:00 Stefán Benedikt: „Börn eru miklu einlægari áhorfendur en fullorðnir,“ segir Stefán. Mynd: Skýjasmiðjan Leikarar eru mjög vanir því að þurfa að tjá sig og geta tjáð sig með orðum og lagt mikla meiningu í það hvernig þeir segja hlutina en þegar það vopn er tekið af þeim verða þeir algjörlega berskjaldaðir og þurfa að fara að tjá sig á allt annan hátt,“ segir Stefán Benedikt Vilhelmsson, einn leikaranna í barnasýningunni Fiskabúrinu, spurður hvers vegna leikhópurinn Skýjasmiðjan sérhæfi sig í leiksýningum án orða. „Það sem heillaði okkur við þetta form í upphafi var hversu lifandi við gátum gert sögur án þess að segja eitt einasta orð,“ útskýrir Stefán. „Það verður allt öðru vísi skynjun hjá áhorfendum um leið og þú tekur tungumálið út.“ Leikhópurinn Skýjasmiðjan var stofnaður fyrir þremur árum og sló hressilega í gegn með sýningunni Hjartaspaðar sem hlaut tvær tilnefningar til íslensku leiklistarverðlaunanna Grímunnar 2012. Þar var fjallað um fólk á elliheimili en nýja sýningin, Fiskabúrið, er ætluð fyrir áhorfendur frá 18 mánaða aldri upp í yngstu bekki grunnskóla. Er ekki erfiðara að leika fyrir börn en fullorðna? „Börn eru miklu einlægari áhorfendur en fullorðnir,“ segir Stefán. „Þau hika ekkert við að láta þig vita ef eitthvað er fallegt eða ekki nógu gott og missa áhugann ef þeim líkar ekki það sem þau sjá. Þau hafa nóg annað við tímann að gera en að eyða honum í einhverja vitleysu.“ Auk Stefáns leika þær Aldís Davíðsdóttir og Auður Ingólfsdóttir í sýningunni og hún var unnin af þeim öllum í sameiningu án sérstaks leikstjóra. Grímu- og brúðugerð var í höndum Aldísar, Stefán Benedikt gerði hljóðmynd og um ljósahönnun sér Magnús Arnar Sigurðarson. Sýnt er í Kúlunni í Þjóðleikhúsinu og aðeins verður um fjórar sýningar að ræða, á laugardag og sunnudag um næstu helgi og þarnæstu. Menning Mest lesið Mikil ást á klúbbnum Lífið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Gurrý selur slotið Lífið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Leikarar eru mjög vanir því að þurfa að tjá sig og geta tjáð sig með orðum og lagt mikla meiningu í það hvernig þeir segja hlutina en þegar það vopn er tekið af þeim verða þeir algjörlega berskjaldaðir og þurfa að fara að tjá sig á allt annan hátt,“ segir Stefán Benedikt Vilhelmsson, einn leikaranna í barnasýningunni Fiskabúrinu, spurður hvers vegna leikhópurinn Skýjasmiðjan sérhæfi sig í leiksýningum án orða. „Það sem heillaði okkur við þetta form í upphafi var hversu lifandi við gátum gert sögur án þess að segja eitt einasta orð,“ útskýrir Stefán. „Það verður allt öðru vísi skynjun hjá áhorfendum um leið og þú tekur tungumálið út.“ Leikhópurinn Skýjasmiðjan var stofnaður fyrir þremur árum og sló hressilega í gegn með sýningunni Hjartaspaðar sem hlaut tvær tilnefningar til íslensku leiklistarverðlaunanna Grímunnar 2012. Þar var fjallað um fólk á elliheimili en nýja sýningin, Fiskabúrið, er ætluð fyrir áhorfendur frá 18 mánaða aldri upp í yngstu bekki grunnskóla. Er ekki erfiðara að leika fyrir börn en fullorðna? „Börn eru miklu einlægari áhorfendur en fullorðnir,“ segir Stefán. „Þau hika ekkert við að láta þig vita ef eitthvað er fallegt eða ekki nógu gott og missa áhugann ef þeim líkar ekki það sem þau sjá. Þau hafa nóg annað við tímann að gera en að eyða honum í einhverja vitleysu.“ Auk Stefáns leika þær Aldís Davíðsdóttir og Auður Ingólfsdóttir í sýningunni og hún var unnin af þeim öllum í sameiningu án sérstaks leikstjóra. Grímu- og brúðugerð var í höndum Aldísar, Stefán Benedikt gerði hljóðmynd og um ljósahönnun sér Magnús Arnar Sigurðarson. Sýnt er í Kúlunni í Þjóðleikhúsinu og aðeins verður um fjórar sýningar að ræða, á laugardag og sunnudag um næstu helgi og þarnæstu.
Menning Mest lesið Mikil ást á klúbbnum Lífið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Gurrý selur slotið Lífið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira