Úrslitin eru vægast sagt óvænt eins og gefur að skilja en Kyrgios er í 144. sæti á heimslistanum og er fyrsti maðurinn í sögunni utan 100 efstu sætanna sem vinnur efsta man á risamóti.
Það gerðist síðast þegar Jim Courier tapaði fyrir AndreiOlhovskiy árið 1992.
John McEnroe, fimmfaldur Wimbledon-meistari, sagði í gær að strákurinn gæti farið alla leið og unnið mótið en hann mætir Kanadamanninum MilosRaonic í átta manna úrslitum í dag.
Sjálfur setur Ástralinn markið hátt. „Ég vil verða besti tenniskappi heims og vera efstur á heimslistanum. Það er mitt markmið. Það hefur aldrei neitt svona komið áður fyrir mig í lífinu,“ sagði hann eftir sigurinn í gær.
Kyrgios tapaði fyrir John Patrick Smith, sem er númer 185 á heimslistanum, fyrir þremur vikum síðan en vann svo þann besta í gær.
„Þetta er einfaldlega ótrúlegt. Mér datt aldrei í hug eftir viðureignina gegn Smith að ég yrði kominn í átta manna úrslit á Wimbledon þremur vikum síðar,“ sagði Nick Kyrgios.

