Jón Ragnar: Kassim kvartar undan veðrinu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. október 2014 11:00 Vísir/Daníel Bakvörðurinn Jón Ragnar Jónsson segir að það sé alltaf gaman að vera í FH, sérstaklega þegar vel gengur. FH mætir Stjörnunni í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í Pepsi-deild karla á morgun. „Það hefur gengið vel. Allir eru í góðum fíling á æfingum. Kassim Doumbia er reyndar að kvarta mikið yfir veðrinu. Hann skilur ekkert í þessu,“ sagði Jón Ragnar og hló. „Við höfum aðallega verið í reiti og spili en nú byrjum við aðeins að spá í leikinn,“ sagði Jón Ragnar fyrir æfingu FH á Kaplakrikavelli í gær. En telur hann að það sé mögulega ekki of seint að bíða til fimmtudags með að skoða andstæðinginn.Jón Ragnar með félögum sínum eftir sigurinn í Lengjubikarnum í vor.Vísir/Daníel„Þetta er það sem við höfum vanalega gert og ég tel að það sé rétt nálgun á þennan leik að breyta ekki út af vananum. Þó það sé ofboðslega mikið undir þá er þetta eins og hver annar leikur í deildinni.“ Þjálfarar FH-inga hafa vitanlega skoðað andstæðinginn mun lengur og Jón Ragnar treystir því að þeir hagi undirbúningnum á réttan hátt. „Ég treysti þjálfurunum fullkomlega fyrir þessu. Ég veit að þeir munu gefa okkur réttu skilaboðin svo að allir verði með sitt á hreinu þegar flautað verður til leiks.“Vísir/ArnþórHann neitar því þó ekki að vikan hafi verið sérstök og að gríðarleg umfjöllun um leikinn hafi sett sterkan svip á aðdraganda hans. „Umtalið gæti truflað einbeitinguna en mér sýnist að menn séu með einbeitinguna í lagi. Ég held að þeir séu ekki á refresh-takkanum á fimm mínútna fresti,“ sagði Jón Ragnar. Það var greinilegt á æfingunni að það er létt yfir leikmönnum FH. Jón Ragnar segir að erlendu leikmennirnir setji skemmtilegan svip á hópinn. „Þessir fuglar sem hafa komið inn eru mjög skemmtilegir. Við erum með mann frá Malí og vitlausa Breta sem vita ekkert hvað þeir eru að gera. Það er í raun engin æfing eins.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Lennon ristarbrotinn | tímabilið á enda hjá framherjanum "Ég verð líklega frá í tvo mánuði,“ sagði Steven Lennon í viðtali við Hjört Hjartarson í útvarpsþættinum Boltanum á X-inu 977 í dag. Framherjinn sterki meiddist illa undir lok leiksins gegn FH í gær þar sem að Jón Ragnar Jónsson varnarmaður FH braut klaufalega á Lennon. "Ég verð í gifsi í fjórar vikur,“ sagði Lennon en hann er ristarbrotinn og fjarvera hans er mikið áfall fyrir Fram sem berst fyrir lífi sínu í Pepsi-deild karla. 31. júlí 2012 11:52 Jón Ragnar: Hélt að hann væri dáinn "Ég spenntist allur upp og öskraði bara um hjálp. Meira gat ég ekki gert.“ 16. september 2014 11:12 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Bakvörðurinn Jón Ragnar Jónsson segir að það sé alltaf gaman að vera í FH, sérstaklega þegar vel gengur. FH mætir Stjörnunni í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í Pepsi-deild karla á morgun. „Það hefur gengið vel. Allir eru í góðum fíling á æfingum. Kassim Doumbia er reyndar að kvarta mikið yfir veðrinu. Hann skilur ekkert í þessu,“ sagði Jón Ragnar og hló. „Við höfum aðallega verið í reiti og spili en nú byrjum við aðeins að spá í leikinn,“ sagði Jón Ragnar fyrir æfingu FH á Kaplakrikavelli í gær. En telur hann að það sé mögulega ekki of seint að bíða til fimmtudags með að skoða andstæðinginn.Jón Ragnar með félögum sínum eftir sigurinn í Lengjubikarnum í vor.Vísir/Daníel„Þetta er það sem við höfum vanalega gert og ég tel að það sé rétt nálgun á þennan leik að breyta ekki út af vananum. Þó það sé ofboðslega mikið undir þá er þetta eins og hver annar leikur í deildinni.“ Þjálfarar FH-inga hafa vitanlega skoðað andstæðinginn mun lengur og Jón Ragnar treystir því að þeir hagi undirbúningnum á réttan hátt. „Ég treysti þjálfurunum fullkomlega fyrir þessu. Ég veit að þeir munu gefa okkur réttu skilaboðin svo að allir verði með sitt á hreinu þegar flautað verður til leiks.“Vísir/ArnþórHann neitar því þó ekki að vikan hafi verið sérstök og að gríðarleg umfjöllun um leikinn hafi sett sterkan svip á aðdraganda hans. „Umtalið gæti truflað einbeitinguna en mér sýnist að menn séu með einbeitinguna í lagi. Ég held að þeir séu ekki á refresh-takkanum á fimm mínútna fresti,“ sagði Jón Ragnar. Það var greinilegt á æfingunni að það er létt yfir leikmönnum FH. Jón Ragnar segir að erlendu leikmennirnir setji skemmtilegan svip á hópinn. „Þessir fuglar sem hafa komið inn eru mjög skemmtilegir. Við erum með mann frá Malí og vitlausa Breta sem vita ekkert hvað þeir eru að gera. Það er í raun engin æfing eins.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Lennon ristarbrotinn | tímabilið á enda hjá framherjanum "Ég verð líklega frá í tvo mánuði,“ sagði Steven Lennon í viðtali við Hjört Hjartarson í útvarpsþættinum Boltanum á X-inu 977 í dag. Framherjinn sterki meiddist illa undir lok leiksins gegn FH í gær þar sem að Jón Ragnar Jónsson varnarmaður FH braut klaufalega á Lennon. "Ég verð í gifsi í fjórar vikur,“ sagði Lennon en hann er ristarbrotinn og fjarvera hans er mikið áfall fyrir Fram sem berst fyrir lífi sínu í Pepsi-deild karla. 31. júlí 2012 11:52 Jón Ragnar: Hélt að hann væri dáinn "Ég spenntist allur upp og öskraði bara um hjálp. Meira gat ég ekki gert.“ 16. september 2014 11:12 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Lennon ristarbrotinn | tímabilið á enda hjá framherjanum "Ég verð líklega frá í tvo mánuði,“ sagði Steven Lennon í viðtali við Hjört Hjartarson í útvarpsþættinum Boltanum á X-inu 977 í dag. Framherjinn sterki meiddist illa undir lok leiksins gegn FH í gær þar sem að Jón Ragnar Jónsson varnarmaður FH braut klaufalega á Lennon. "Ég verð í gifsi í fjórar vikur,“ sagði Lennon en hann er ristarbrotinn og fjarvera hans er mikið áfall fyrir Fram sem berst fyrir lífi sínu í Pepsi-deild karla. 31. júlí 2012 11:52
Jón Ragnar: Hélt að hann væri dáinn "Ég spenntist allur upp og öskraði bara um hjálp. Meira gat ég ekki gert.“ 16. september 2014 11:12