Jón Ragnar: Kassim kvartar undan veðrinu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. október 2014 11:00 Vísir/Daníel Bakvörðurinn Jón Ragnar Jónsson segir að það sé alltaf gaman að vera í FH, sérstaklega þegar vel gengur. FH mætir Stjörnunni í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í Pepsi-deild karla á morgun. „Það hefur gengið vel. Allir eru í góðum fíling á æfingum. Kassim Doumbia er reyndar að kvarta mikið yfir veðrinu. Hann skilur ekkert í þessu,“ sagði Jón Ragnar og hló. „Við höfum aðallega verið í reiti og spili en nú byrjum við aðeins að spá í leikinn,“ sagði Jón Ragnar fyrir æfingu FH á Kaplakrikavelli í gær. En telur hann að það sé mögulega ekki of seint að bíða til fimmtudags með að skoða andstæðinginn.Jón Ragnar með félögum sínum eftir sigurinn í Lengjubikarnum í vor.Vísir/Daníel„Þetta er það sem við höfum vanalega gert og ég tel að það sé rétt nálgun á þennan leik að breyta ekki út af vananum. Þó það sé ofboðslega mikið undir þá er þetta eins og hver annar leikur í deildinni.“ Þjálfarar FH-inga hafa vitanlega skoðað andstæðinginn mun lengur og Jón Ragnar treystir því að þeir hagi undirbúningnum á réttan hátt. „Ég treysti þjálfurunum fullkomlega fyrir þessu. Ég veit að þeir munu gefa okkur réttu skilaboðin svo að allir verði með sitt á hreinu þegar flautað verður til leiks.“Vísir/ArnþórHann neitar því þó ekki að vikan hafi verið sérstök og að gríðarleg umfjöllun um leikinn hafi sett sterkan svip á aðdraganda hans. „Umtalið gæti truflað einbeitinguna en mér sýnist að menn séu með einbeitinguna í lagi. Ég held að þeir séu ekki á refresh-takkanum á fimm mínútna fresti,“ sagði Jón Ragnar. Það var greinilegt á æfingunni að það er létt yfir leikmönnum FH. Jón Ragnar segir að erlendu leikmennirnir setji skemmtilegan svip á hópinn. „Þessir fuglar sem hafa komið inn eru mjög skemmtilegir. Við erum með mann frá Malí og vitlausa Breta sem vita ekkert hvað þeir eru að gera. Það er í raun engin æfing eins.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Lennon ristarbrotinn | tímabilið á enda hjá framherjanum "Ég verð líklega frá í tvo mánuði,“ sagði Steven Lennon í viðtali við Hjört Hjartarson í útvarpsþættinum Boltanum á X-inu 977 í dag. Framherjinn sterki meiddist illa undir lok leiksins gegn FH í gær þar sem að Jón Ragnar Jónsson varnarmaður FH braut klaufalega á Lennon. "Ég verð í gifsi í fjórar vikur,“ sagði Lennon en hann er ristarbrotinn og fjarvera hans er mikið áfall fyrir Fram sem berst fyrir lífi sínu í Pepsi-deild karla. 31. júlí 2012 11:52 Jón Ragnar: Hélt að hann væri dáinn "Ég spenntist allur upp og öskraði bara um hjálp. Meira gat ég ekki gert.“ 16. september 2014 11:12 Mest lesið „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Íslenski boltinn Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Íslenski boltinn Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Íslenski boltinn Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Íslenski boltinn Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Golf Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Íslenski boltinn Arnór fái um hundrað og sextíu milljónir fyrir að skrifa nafn sitt Fótbolti KSÍ fær styrk á ný en HSÍ fær langmest Fótbolti Brotið bein og Albert gæti misst af Kósovó og Víkingi Fótbolti Fékk beint rautt fyrir sprenghlægilegan fávitaskap Fótbolti Fleiri fréttir „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Grótta laus úr banni FIFA Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Sjá meira
Bakvörðurinn Jón Ragnar Jónsson segir að það sé alltaf gaman að vera í FH, sérstaklega þegar vel gengur. FH mætir Stjörnunni í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í Pepsi-deild karla á morgun. „Það hefur gengið vel. Allir eru í góðum fíling á æfingum. Kassim Doumbia er reyndar að kvarta mikið yfir veðrinu. Hann skilur ekkert í þessu,“ sagði Jón Ragnar og hló. „Við höfum aðallega verið í reiti og spili en nú byrjum við aðeins að spá í leikinn,“ sagði Jón Ragnar fyrir æfingu FH á Kaplakrikavelli í gær. En telur hann að það sé mögulega ekki of seint að bíða til fimmtudags með að skoða andstæðinginn.Jón Ragnar með félögum sínum eftir sigurinn í Lengjubikarnum í vor.Vísir/Daníel„Þetta er það sem við höfum vanalega gert og ég tel að það sé rétt nálgun á þennan leik að breyta ekki út af vananum. Þó það sé ofboðslega mikið undir þá er þetta eins og hver annar leikur í deildinni.“ Þjálfarar FH-inga hafa vitanlega skoðað andstæðinginn mun lengur og Jón Ragnar treystir því að þeir hagi undirbúningnum á réttan hátt. „Ég treysti þjálfurunum fullkomlega fyrir þessu. Ég veit að þeir munu gefa okkur réttu skilaboðin svo að allir verði með sitt á hreinu þegar flautað verður til leiks.“Vísir/ArnþórHann neitar því þó ekki að vikan hafi verið sérstök og að gríðarleg umfjöllun um leikinn hafi sett sterkan svip á aðdraganda hans. „Umtalið gæti truflað einbeitinguna en mér sýnist að menn séu með einbeitinguna í lagi. Ég held að þeir séu ekki á refresh-takkanum á fimm mínútna fresti,“ sagði Jón Ragnar. Það var greinilegt á æfingunni að það er létt yfir leikmönnum FH. Jón Ragnar segir að erlendu leikmennirnir setji skemmtilegan svip á hópinn. „Þessir fuglar sem hafa komið inn eru mjög skemmtilegir. Við erum með mann frá Malí og vitlausa Breta sem vita ekkert hvað þeir eru að gera. Það er í raun engin æfing eins.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Lennon ristarbrotinn | tímabilið á enda hjá framherjanum "Ég verð líklega frá í tvo mánuði,“ sagði Steven Lennon í viðtali við Hjört Hjartarson í útvarpsþættinum Boltanum á X-inu 977 í dag. Framherjinn sterki meiddist illa undir lok leiksins gegn FH í gær þar sem að Jón Ragnar Jónsson varnarmaður FH braut klaufalega á Lennon. "Ég verð í gifsi í fjórar vikur,“ sagði Lennon en hann er ristarbrotinn og fjarvera hans er mikið áfall fyrir Fram sem berst fyrir lífi sínu í Pepsi-deild karla. 31. júlí 2012 11:52 Jón Ragnar: Hélt að hann væri dáinn "Ég spenntist allur upp og öskraði bara um hjálp. Meira gat ég ekki gert.“ 16. september 2014 11:12 Mest lesið „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Íslenski boltinn Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Íslenski boltinn Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Íslenski boltinn Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Íslenski boltinn Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Golf Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Íslenski boltinn Arnór fái um hundrað og sextíu milljónir fyrir að skrifa nafn sitt Fótbolti KSÍ fær styrk á ný en HSÍ fær langmest Fótbolti Brotið bein og Albert gæti misst af Kósovó og Víkingi Fótbolti Fékk beint rautt fyrir sprenghlægilegan fávitaskap Fótbolti Fleiri fréttir „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Grótta laus úr banni FIFA Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Sjá meira
Lennon ristarbrotinn | tímabilið á enda hjá framherjanum "Ég verð líklega frá í tvo mánuði,“ sagði Steven Lennon í viðtali við Hjört Hjartarson í útvarpsþættinum Boltanum á X-inu 977 í dag. Framherjinn sterki meiddist illa undir lok leiksins gegn FH í gær þar sem að Jón Ragnar Jónsson varnarmaður FH braut klaufalega á Lennon. "Ég verð í gifsi í fjórar vikur,“ sagði Lennon en hann er ristarbrotinn og fjarvera hans er mikið áfall fyrir Fram sem berst fyrir lífi sínu í Pepsi-deild karla. 31. júlí 2012 11:52
Jón Ragnar: Hélt að hann væri dáinn "Ég spenntist allur upp og öskraði bara um hjálp. Meira gat ég ekki gert.“ 16. september 2014 11:12