Hægara sagt en gert að skilja manneskju Friðrika Benónýsdóttir skrifar 6. nóvember 2014 12:30 Bjarni Bjarnason: „Við eigum flest minningar um martraðir og drauma.“ Vísir/Ernir „Sagan hefst á því að 23 ára stúlka sem hefur verið týnd í ellefu ár kemur vafrandi út úr skógi í Ástralíu og menn fara að velta því fyrir sér hver hún sé og hvar hún hafi verið allan þennan tíma,“ segir Bjarni Bjarnason beðinn að segja í örstuttu máli frá söguþræði bókar sinnar Hálfsnert stúlka sem kemur út í dag. „Sögumaðurinn Róbert, sem er sálgreinandi, fær hana til meðferðar og það er hans verkefni að finna út úr því hver hún er og hvaðan hún kemur. Hann sjálfur á reyndar kannski nóg með sig eftir áfall og eitt þema bókarinnar er hvenær maður hefur skilning á annarri manneskju. Getur maður þekkt einhvern? Verkefni sálgreinandans er auðvitað að skilja fólk og komast til botns í því, en það er hægara sagt en gert.“Draumaævi óþekktrar stúlku Bjarni hefur unnið lengi að bókinni og upphaflega kviknaði hugmyndin út frá bók um drauma Díönu prinsessu af Wales. „Þegar ég var á Eyrarbakka fyrir sjö árum rak á fjörur mínar bók sem heitir Diana‘s Dreams og fjallar um drauma Díönu prinsessu,“ útskýrir hann. „Vinkona hennar Joan Hanger skrifaði þessa bók og rekur þar 50 til 60 drauma Díönu. Ég tók í framhaldi af því saman bók sem fjallaði um draumaævi prinsessunnar, þar sem ég skoðaði líf hennar bara út frá draumunum. Sú saga birtist í TMM árið 2008 og ég var þá kominn með innra líf kvenpersónu, einhvern svona innsta neista. Erkitýpískt draumalíf nafnlausrar stúlku. Þá stóð ég frammi fyrir þeirri spurningu hver þessi stúlka var og hvar hún væri stödd í lífinu. Þá skrifaði ég í bríaríi hálfgerða Rauðhettusögu um stúlku sem vafrar um skóg með dúkkuna sína sem heitir Díana. Þar var ég komin með stúlkuna og hennar innra líf og þá var bara eftir spurningin um umgjörðina og sögumanninn. Það kom svo nokkrum árum síðar þegar ég var í Berlín í sex vikur. Þar sá ég út um gluggann mann sem var að vinna heima hjá sér. Ég ímyndaði mér að hann væri sálgreinandi að störfum og ákvað að láta hann segja söguna í bókinni.“ Þú ert mjög mikið að velta fyrir þér innra lífi kvenna í bókunum þínum, hvernig stendur á því? „Ég veit það eiginlega ekki. Ætli ég sé ekki bara áhugasamur um innra líf fólks almennt, en samfélagsstaða kvenna er áhugaverðari nú um mundir þar sem staða konunnar hefur náttúrulega umbylst á síðustu öld, er ennþá að breytast og mætti breytast enn meira, bæði hér og þó sérstaklega víða annars staðar í heiminum. Ef nefna ætti eitt mál sem gæti bætt okkar marghrjáða heim til muna, þá væri það bætt staða kvenna hvaðanæva að. Þannig að það að skoða umheiminn í gegnum konu í veröld þar sem öll hennar gildi eru að umturnast er mjög áhugavert fyrir rithöfund og mann sem hefur áhuga á fólki.“Draumar alltaf heillað Hefurðu alltaf verið svona upptekinn af draumum? „Já, það kom snemma. Við eigum flest minningar um martraðir og drauma þegar maður er ungur og áttar sig ekki á muninum á draumi og veruleika. Ég man eftir því að hafa verið sannfærður um að ég gæti flogið með því að breiða úlpuna út eins og vængi þegar ég var lítill. Ég hélt þessu fram við vin minn sem sagði að það væri útilokað þannig að ég ákvað að prófa einhvern tíma þegar það var mikill stormur úti. Ég þurfti ekki nema að opna útidyrnar til að fatta að þetta hefði sennilega bara verið draumur. Mörkin þarna á milli hafa síðan alltaf heillað mig.“ Byrjaðirðu þá strax að skrifa draumana niður? „Nei, ég byrjaði ekki á því fyrr en ég var að nálgast tvítugt, en þá mundi ég ennþá nokkra drauma úr fortíðinni sem ég gat skráð.“ Varð það kveikjan að því að þú fórst að skrifa? „Nei, það er ekki alveg svo einfalt. Ég var vinnumaður í sveit þegar ég var fimmtán ára og hélt þá dagbók. Maður vandist á að skrifa í dagbókina og sú athöfn var eitthvað prívat og róandi sem maður sótti í. Smám saman verður þetta að einhverju sem maður gerir og allt í einu áttar maður sig á því að maður er farinn að haga sér eins og rithöfundur. Þannig að ákvörðunin um starfsvettvang er eiginlega komin áður en maður gerir sér grein fyrir því og svo er bara að fylgja straumnum, nokkuð sem ég er einmitt að gera í dag þegar bókin kemur út.“ “ Menning Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
„Sagan hefst á því að 23 ára stúlka sem hefur verið týnd í ellefu ár kemur vafrandi út úr skógi í Ástralíu og menn fara að velta því fyrir sér hver hún sé og hvar hún hafi verið allan þennan tíma,“ segir Bjarni Bjarnason beðinn að segja í örstuttu máli frá söguþræði bókar sinnar Hálfsnert stúlka sem kemur út í dag. „Sögumaðurinn Róbert, sem er sálgreinandi, fær hana til meðferðar og það er hans verkefni að finna út úr því hver hún er og hvaðan hún kemur. Hann sjálfur á reyndar kannski nóg með sig eftir áfall og eitt þema bókarinnar er hvenær maður hefur skilning á annarri manneskju. Getur maður þekkt einhvern? Verkefni sálgreinandans er auðvitað að skilja fólk og komast til botns í því, en það er hægara sagt en gert.“Draumaævi óþekktrar stúlku Bjarni hefur unnið lengi að bókinni og upphaflega kviknaði hugmyndin út frá bók um drauma Díönu prinsessu af Wales. „Þegar ég var á Eyrarbakka fyrir sjö árum rak á fjörur mínar bók sem heitir Diana‘s Dreams og fjallar um drauma Díönu prinsessu,“ útskýrir hann. „Vinkona hennar Joan Hanger skrifaði þessa bók og rekur þar 50 til 60 drauma Díönu. Ég tók í framhaldi af því saman bók sem fjallaði um draumaævi prinsessunnar, þar sem ég skoðaði líf hennar bara út frá draumunum. Sú saga birtist í TMM árið 2008 og ég var þá kominn með innra líf kvenpersónu, einhvern svona innsta neista. Erkitýpískt draumalíf nafnlausrar stúlku. Þá stóð ég frammi fyrir þeirri spurningu hver þessi stúlka var og hvar hún væri stödd í lífinu. Þá skrifaði ég í bríaríi hálfgerða Rauðhettusögu um stúlku sem vafrar um skóg með dúkkuna sína sem heitir Díana. Þar var ég komin með stúlkuna og hennar innra líf og þá var bara eftir spurningin um umgjörðina og sögumanninn. Það kom svo nokkrum árum síðar þegar ég var í Berlín í sex vikur. Þar sá ég út um gluggann mann sem var að vinna heima hjá sér. Ég ímyndaði mér að hann væri sálgreinandi að störfum og ákvað að láta hann segja söguna í bókinni.“ Þú ert mjög mikið að velta fyrir þér innra lífi kvenna í bókunum þínum, hvernig stendur á því? „Ég veit það eiginlega ekki. Ætli ég sé ekki bara áhugasamur um innra líf fólks almennt, en samfélagsstaða kvenna er áhugaverðari nú um mundir þar sem staða konunnar hefur náttúrulega umbylst á síðustu öld, er ennþá að breytast og mætti breytast enn meira, bæði hér og þó sérstaklega víða annars staðar í heiminum. Ef nefna ætti eitt mál sem gæti bætt okkar marghrjáða heim til muna, þá væri það bætt staða kvenna hvaðanæva að. Þannig að það að skoða umheiminn í gegnum konu í veröld þar sem öll hennar gildi eru að umturnast er mjög áhugavert fyrir rithöfund og mann sem hefur áhuga á fólki.“Draumar alltaf heillað Hefurðu alltaf verið svona upptekinn af draumum? „Já, það kom snemma. Við eigum flest minningar um martraðir og drauma þegar maður er ungur og áttar sig ekki á muninum á draumi og veruleika. Ég man eftir því að hafa verið sannfærður um að ég gæti flogið með því að breiða úlpuna út eins og vængi þegar ég var lítill. Ég hélt þessu fram við vin minn sem sagði að það væri útilokað þannig að ég ákvað að prófa einhvern tíma þegar það var mikill stormur úti. Ég þurfti ekki nema að opna útidyrnar til að fatta að þetta hefði sennilega bara verið draumur. Mörkin þarna á milli hafa síðan alltaf heillað mig.“ Byrjaðirðu þá strax að skrifa draumana niður? „Nei, ég byrjaði ekki á því fyrr en ég var að nálgast tvítugt, en þá mundi ég ennþá nokkra drauma úr fortíðinni sem ég gat skráð.“ Varð það kveikjan að því að þú fórst að skrifa? „Nei, það er ekki alveg svo einfalt. Ég var vinnumaður í sveit þegar ég var fimmtán ára og hélt þá dagbók. Maður vandist á að skrifa í dagbókina og sú athöfn var eitthvað prívat og róandi sem maður sótti í. Smám saman verður þetta að einhverju sem maður gerir og allt í einu áttar maður sig á því að maður er farinn að haga sér eins og rithöfundur. Þannig að ákvörðunin um starfsvettvang er eiginlega komin áður en maður gerir sér grein fyrir því og svo er bara að fylgja straumnum, nokkuð sem ég er einmitt að gera í dag þegar bókin kemur út.“ “
Menning Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira