Miðaldra er heimilislegt orð Friðrika Benónýsdóttir skrifar 18. október 2014 09:00 Trúarskoðanir eru tabú og kannski mega þær alveg vera það vísir/Ernir Skáldsagan Englaryk, nýjasta saga Guðrúnar Evu Mínervudóttur, fjallar á yfirborðinu um fjölskyldu sem lendir í ógöngum þegar dóttirin á heimilinu hittir Jesú á ferðalagi á Spáni og verður heltekin af honum. Trú hennar sem slík er þó ekki það sem fer fyrir brjóstið á foreldrunum heldur það að hún skuli hafa þörf fyrir að deila henni með öllum sem á vegi hennar verða. Hvers vegna er það vandamál? „Fólki finnst bara óþægilegt þegar aðrir tala of mikið um trú sína. Trúarskoðanir eru tabú og kannski mega þær alveg vera það. Þegar fólk fer að gapa mjög mikið um guð og kærleikann þá er oft ekkert gott í uppsiglingu, það er svo auðvelt að nota trúarbrögð í illum tilgangi.“ Ert þú trúuð? „Já, ég get ekki þrætt fyrir það, en ég hef enga þörf fyrir að tala um það. Maður tengir trúarbrögð ósjálfrátt við geðbilun eða ofbeldi og yfirgang, þannig að maður vill ekki endilega skipa sér í lið þeirra sem básúna trú sína. Trúarbrögðin eru stundum með undanbrögð þegar kemur að mannréttindum, til dæmis réttindum kvenna og samkynhneigðra og það er ólíðandi. Engan afslátt af mannréttindum, takk! Ég hef hins vegar alltaf verið trúuð, það er svona kórsöngur og þakklæti í hjartanu, kjölfesta sem ég myndi ekki vilja vera án.“ Sögusvið bókarinnar er Stykkishólmur þar sem Guðrún Eva bjó í eitt ár í rithöfundaíbúð Vatnasafnsins. „Ég var fyrsti höfundurinn sem fékk að dvelja þar í kjallaranum. Ástæðan fyrir að ég valdi þetta sögusvið var bara að þessi bær er svo fagur, svolítið eins og maður hafi gengið inn í gamlan tíma. Svo eru það auðvitað nunnurnar, hlutskiptið sem þær velja sér er svo framandi og óeigingjarnt framlag þeirra vegur þungt í svona litlu samfélagi.“ Móðir Guðrúnar Evu bjó í Stykkishólmi sem barn og gekk í leikskóla hjá nunnunum en Guðrún sjálf segist eiginlega vera alls staðar að af landinu. „Ég var alin upp hér og þar um landið, mamma er tónlistarkennari og það er mjög forgengileg staða, alltaf verið að auka eða minnka kennsluna og segja fólki upp, þannig að við fluttum mikið milli staða.“vísir/ernirEitthvað eitthvað Mínervudóttir Hvers vegna kennirðu þig við móður þína? „Ég kynntist ekki föður mínum almennilega fyrr en frekar seint, pabbi og mamma voru ekki saman og það var ekki fyrr en ég var sextán ára og vildi flytja til Reykjavíkur sem ég bauð mér í mjög langa heimsókn og flutti inn á hann. Við erum mjög lík og eftir að við kynntumst erum við mjög náin og eigum gott samband. Undir niðri hef ég greinilega verið eitthvað ósátt við það hvað hann hafði lítið samband við mig sem barn og þegar ég var þrettán ára hætti ég að skrifa Pálsdóttir undir skólaverkefnin og fór að skrifa Mínervudóttir. Held reyndar líka að mér hafi bara fundist það flott, það var – og er – í mér dramatísk taug og þetta var óneitanlega dramatískara nafn. Þegar síðan kom að því að ég gæfi út mína fyrstu bók, tuttugu og tveggja ára, þurfti ég virkilega að velta því fyrir mér hvort nafnið ég ætti að nota. Korter í prentun sat ég á barnum með vinkonu minni og ræddi þetta fram og til baka þegar Helgi Hjörvar alþingismaður vatt sér að okkur og sagði: „Fyrirgefðu, ég komst ekki hjá því að heyra um hvað þið eruð að tala og vildi bara segja þér að í morgun hitti ég útgefandann þinn og hann sagði mér að hann væri að fara að gefa út fyrstu bók ungrar skáldkonu. Ég man ekkert af því sem hann sagði um þig nema eitthvað eitthvað Mínervudóttir.“ Mér fannst þetta vera ábending frá örlögunum og slíkt stenst ég aldrei þannig að þar með var það ákveðið.“Fyrsta skáldsagan innblásin af góðvild gamallar konu Fyrsta bók tuttugu og tveggja ára, varstu alltaf ákveðin í því að skrifa? „Nei, nei, ég var með alls konar hugmyndir, en þegar ég var átján ára á interrail-ferðalagi með vinkonu minni fékk ég innblástur að fyrstu skáldsögunni minni í Feneyjum. Þar varð ég snortin af góðvild gamallar konu sem aumkaði sig yfir okkur eftir að við höfðum gengið milli gististaða fram á kvöld, en hvergi verið pláss. Það bara gerðist eitthvað í höfðinu á mér og um leið og ég kom heim keypti ég notaða fartölvu, settist niður og skrifaði skáldsögu. Hún hefur reyndar aldrei komið út, en ég kláraði hana og það kom mér til að hugsa að kannski væri það þetta sem ég ætti að gera.“ Guðrún Eva segist hafa verið með hugann fullan af sögum frá því að hún man eftir sér, en hún hafi ekki tekið þær alvarlega eða fundist ástæða til að skrifa þær niður. „Ég reyndi stundum að skrifa niður það sem mig dreymdi og gera úr því sögu en það strandaði á færni minni til að láta atburði lifna við á blaðsíðunni. Það fór ekki framhjá mér, barninu, að þetta var ekki jafn óaðfinnanlegt hjá mér og hjá vönum höfundum. Það gat ég ekki sætt mig við. Einhverra hluta vegna datt mér sá möguleiki að verða rithöfundur ekkert í hug. Þegar ég var unglingur kom út bókin „Ég heiti Ísbjörg, ég er ljón“ eftir Vigdísi Grímsdóttur. Ég er ekki frá því að með þeirri bók hafi eitthvað fjarlægt og langsótt eins og rithöfundarstarfið orðið nálægara og mannlegra. Bókin var auðvitað djörf og umdeild og Vigdís svo sterkur karakter og gaf mikið af sér.“visir/ernirEldingu lostin Eftir að ákvörðunin um að gerast rithöfundur var tekin og bækurnar fóru að koma hver af annarri bjó Guðrún Eva árum saman í miðbæ Reykjavíkur með tilheyrandi kaffihúsa- og barsetum. Hún segist hafa trúað því að hún gæti aldrei aftur hugsað sér að búa úti á landi en fékk svo að búa í rithöfundaíbúðinni í Vatnasafninu í eitt ár og þangað heimsótti ástin hana. Kvikmyndaleikstjórinn Marteinn Þórsson kom inn í líf hennar, henni alveg að óvörum. „Ég var búin að vera einhleyp dálítið lengi og sá ekki fyrir mér hvernig það ætti að gerast að ég yrði ástfangin. Fannst ég hafa hitt alla einhleypa menn í Reykjavík og þeir voru allir meira og minna skemmtilegir og myndarlegir, en það bara kviknaði ekki á neinu hjá mér. Svo kom Marteinn heim frá útlöndum, þar sem hann hafði búið í fjórtán ár, og árið 2006 hittumst við á Ölstofunni þar sem hann sagði mér frá þeim draumi sínum að gera kvikmynd eftir Yosoy. Ég óskaði honum bara góðs gengis með það og horfði hálfpartinn í gegnum hann. Ári síðar hringdi hann í mig og sagðist enn vera að hugsa um Yosoy, en gengi ekki vel að selja framleiðendum hugmyndina. Ég bauð honum í heimsókn til mín í Vatnasafnið til að ræða málin sem hann þáði. Ég átti mér einskis ills eða góðs von þegar ég opnaði fyrir honum en ég var bara eins og lostin eldingu, varð ástfangin á sekúndubroti og gjörsamlega miður mín allt kvöldið að reyna að stramma mig af svo þessi bláókunnugi maður héldi ekki að ég væri galin.“ Ástin reyndist gagnkvæm og í júní árið 2011 giftu þau Guðrún Eva og Marteinn sig með pompi og prakt. Hún í hvítum kjól þótt dóttirin væri komin undir. „Ég var 35 ára, ég held að fólk hafi nú alveg vitað að ég var ekki hrein mey! (Hlátur) Maður er aldrei saklausari en þegar maður er óléttur.“Ástir „miðaldra“ hjóna Barneignir voru ekki eitthvað sem Guðrún Eva hafði hugsað sér þegar hún var yngri en eins og hún orðar það þá kemur að því að lífið klappar á öxlina á manni og maður fær þá köllun að fjölga sér. Og auðvitað fylgir maður henni. „Ég hafði aldrei hugsað mér að eignast börn. Ég vissi alveg að lítið barn myndi eiga mig með húð og hári og mig hryllti við tilhugsuninni um að verða slitin í tvennt milli móðurhlutverksins og ritstarfanna. Nú er ég búin að vera að skrifa í tuttugu ár og fyrstu fimmtán árin varð ég bara að gefa skáldskapnum allt, það kom ekkert annað til greina. Eftir að Mínerva fæddist hefur það komið mér á óvart hversu gerlegt það er að sinna bæði henni og skrifunum. Hún valdi sér líka hárréttan tíma til að koma í heiminn, örfáum dögum eftir að „Allt með kossi vekur“ kom úr prentun. Törnin nýbúin. Dóttir mín er bæði tillitssöm og þolinmóð við mömmu sína. Börn eru líka svo góðar músur. Þau halda manni við efnið, í núinu og á jörðinni, það hjálpar mikið til. Mínerva var tveggja vikna þegar hugmyndin að „Englaryki“ kviknaði. Sjokkið sem fylgdi nýju lífi ásamt næturvökum og öllu tilheyrandi reyndist hugvíkkandi og innblásandi.“ Fyrir tveimur árum festu hjónin kaup á einbýlishúsi með þúsund fermetra lóð í Hveragerði og unnu hörðum höndum að því að gera það upp. Guðrún Eva segist reyndar aldrei hafa getað ímyndað sér að hún myndi flytja aftur út á land. „Ég kvaddi sveitina í fússi um leið og ég var orðin nógu gömul til að einhver knæpa í Reykjavík vildi ráða mig í vinnu og ætlaði sko aldrei til baka. Settist að í miðbænum og það var ekki fyrr en ég fattaði að ég var eiginlega aldrei þar heldur í sumarbústöðum eða lánshúsnæði úti á landi sem ég fór að skilja að sennilega væri ég bara að verða miðaldra og flutti aftur í sveitina. Það hentar mér alveg ótrúlega vel. Í mínum huga er miðaldra sko ekki skammaryrði heldur fallegt og heimilislegt orð yfir hugarástand sem hefur ekkert með aldur að gera. Ég þekki fullt af rúmlega tvítugu fólki sem er óskaplega miðaldra og fimmtugt fólk sem er það alls ekki. Ég kýs það núna að líta á mig sem svolítið miðaldra sem þýðir fyrst og fremst að ég er komin með ró í beinin og hef bara áhuga á að vinna vinnuna mína og hlúa að og byggja upp sem mest í kringum mig. Ég ætlaði reyndar að gerast stórtækur grænmetisbóndi um leið og ég flytti í Hveragerði en bæði hef ég ekki tíma og svo er miklu einfaldara að labba yfir götuna og kaupa ferskt og ódýrt grænmeti úr gróðurhúsi nágrannanna. Svo er á planinu að koma okkur upp hænum og byggja sánu sem þarf auðvitað að vera á öllum skandinavískum herragörðum, en þetta tekur allt sinn sinn tíma. Sveitin dregur nefnilega fram í manni bóndann. Matti er alltaf að smíða og ég er farin að gera alls konar sultur og baka brauð í tíma og ótíma. Langafar okkar og -ömmur væru örugglega hreykin af öllum þessum myndarbúskap, sem er kannski ekkert takmark í sjálfu sér en samt notaleg tilhugsun.“ Skáldskapurinn er lyf við einmanaleikanum Eitt af einkennum rithöfundar er áhugi á öðru fólki og forvitni um hagi þess. „Það hafa allir svo ríka sögu að segja. Við erum svo flókin og lífið er svo flókið og það verða allir fyrir áföllum. Það sleppur enginn að fullu við sorg og áföll sem dýpka okkur og breyta okkur og um þetta fjallar skáldskapurinn. Um öflin sem móta mannfólkið. Ég er þeirrar skoðunar að það sé hægara sagt en gert fyrir eina manneskju að skilja aðra. Allt okkar tal og öll okkar skrif eru bara tilraun til að byggja brú á milli fólks en sú brú verður alltaf dálítið gisin, það fer svo mikið til spillis á leiðinni. Þess vegna er svo ótrúlega mikilvægt að vanda sig í samskiptum. Við eigum að reyna að skilja hvert annað og tengjast, þess vegna þurfum við sögur af öllu tagi til þess að þjálfa okkur í því að setja okkur í annarra spor. Ég veit að ég hef mikið fjallað um þetta í bókunum mínum enda hefur þetta verið mér hugleikið lengi. Það er erfitt að setja sig í þær stellingar að horfast í augu við þetta, maður getur fundið fyrir skerandi einmanakennd, en mér finnst öll þessi viðleitni okkar til þess að reyna að skilja hvert annað svo fögur og mikilfengleg.“ Menning Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Skáldsagan Englaryk, nýjasta saga Guðrúnar Evu Mínervudóttur, fjallar á yfirborðinu um fjölskyldu sem lendir í ógöngum þegar dóttirin á heimilinu hittir Jesú á ferðalagi á Spáni og verður heltekin af honum. Trú hennar sem slík er þó ekki það sem fer fyrir brjóstið á foreldrunum heldur það að hún skuli hafa þörf fyrir að deila henni með öllum sem á vegi hennar verða. Hvers vegna er það vandamál? „Fólki finnst bara óþægilegt þegar aðrir tala of mikið um trú sína. Trúarskoðanir eru tabú og kannski mega þær alveg vera það. Þegar fólk fer að gapa mjög mikið um guð og kærleikann þá er oft ekkert gott í uppsiglingu, það er svo auðvelt að nota trúarbrögð í illum tilgangi.“ Ert þú trúuð? „Já, ég get ekki þrætt fyrir það, en ég hef enga þörf fyrir að tala um það. Maður tengir trúarbrögð ósjálfrátt við geðbilun eða ofbeldi og yfirgang, þannig að maður vill ekki endilega skipa sér í lið þeirra sem básúna trú sína. Trúarbrögðin eru stundum með undanbrögð þegar kemur að mannréttindum, til dæmis réttindum kvenna og samkynhneigðra og það er ólíðandi. Engan afslátt af mannréttindum, takk! Ég hef hins vegar alltaf verið trúuð, það er svona kórsöngur og þakklæti í hjartanu, kjölfesta sem ég myndi ekki vilja vera án.“ Sögusvið bókarinnar er Stykkishólmur þar sem Guðrún Eva bjó í eitt ár í rithöfundaíbúð Vatnasafnsins. „Ég var fyrsti höfundurinn sem fékk að dvelja þar í kjallaranum. Ástæðan fyrir að ég valdi þetta sögusvið var bara að þessi bær er svo fagur, svolítið eins og maður hafi gengið inn í gamlan tíma. Svo eru það auðvitað nunnurnar, hlutskiptið sem þær velja sér er svo framandi og óeigingjarnt framlag þeirra vegur þungt í svona litlu samfélagi.“ Móðir Guðrúnar Evu bjó í Stykkishólmi sem barn og gekk í leikskóla hjá nunnunum en Guðrún sjálf segist eiginlega vera alls staðar að af landinu. „Ég var alin upp hér og þar um landið, mamma er tónlistarkennari og það er mjög forgengileg staða, alltaf verið að auka eða minnka kennsluna og segja fólki upp, þannig að við fluttum mikið milli staða.“vísir/ernirEitthvað eitthvað Mínervudóttir Hvers vegna kennirðu þig við móður þína? „Ég kynntist ekki föður mínum almennilega fyrr en frekar seint, pabbi og mamma voru ekki saman og það var ekki fyrr en ég var sextán ára og vildi flytja til Reykjavíkur sem ég bauð mér í mjög langa heimsókn og flutti inn á hann. Við erum mjög lík og eftir að við kynntumst erum við mjög náin og eigum gott samband. Undir niðri hef ég greinilega verið eitthvað ósátt við það hvað hann hafði lítið samband við mig sem barn og þegar ég var þrettán ára hætti ég að skrifa Pálsdóttir undir skólaverkefnin og fór að skrifa Mínervudóttir. Held reyndar líka að mér hafi bara fundist það flott, það var – og er – í mér dramatísk taug og þetta var óneitanlega dramatískara nafn. Þegar síðan kom að því að ég gæfi út mína fyrstu bók, tuttugu og tveggja ára, þurfti ég virkilega að velta því fyrir mér hvort nafnið ég ætti að nota. Korter í prentun sat ég á barnum með vinkonu minni og ræddi þetta fram og til baka þegar Helgi Hjörvar alþingismaður vatt sér að okkur og sagði: „Fyrirgefðu, ég komst ekki hjá því að heyra um hvað þið eruð að tala og vildi bara segja þér að í morgun hitti ég útgefandann þinn og hann sagði mér að hann væri að fara að gefa út fyrstu bók ungrar skáldkonu. Ég man ekkert af því sem hann sagði um þig nema eitthvað eitthvað Mínervudóttir.“ Mér fannst þetta vera ábending frá örlögunum og slíkt stenst ég aldrei þannig að þar með var það ákveðið.“Fyrsta skáldsagan innblásin af góðvild gamallar konu Fyrsta bók tuttugu og tveggja ára, varstu alltaf ákveðin í því að skrifa? „Nei, nei, ég var með alls konar hugmyndir, en þegar ég var átján ára á interrail-ferðalagi með vinkonu minni fékk ég innblástur að fyrstu skáldsögunni minni í Feneyjum. Þar varð ég snortin af góðvild gamallar konu sem aumkaði sig yfir okkur eftir að við höfðum gengið milli gististaða fram á kvöld, en hvergi verið pláss. Það bara gerðist eitthvað í höfðinu á mér og um leið og ég kom heim keypti ég notaða fartölvu, settist niður og skrifaði skáldsögu. Hún hefur reyndar aldrei komið út, en ég kláraði hana og það kom mér til að hugsa að kannski væri það þetta sem ég ætti að gera.“ Guðrún Eva segist hafa verið með hugann fullan af sögum frá því að hún man eftir sér, en hún hafi ekki tekið þær alvarlega eða fundist ástæða til að skrifa þær niður. „Ég reyndi stundum að skrifa niður það sem mig dreymdi og gera úr því sögu en það strandaði á færni minni til að láta atburði lifna við á blaðsíðunni. Það fór ekki framhjá mér, barninu, að þetta var ekki jafn óaðfinnanlegt hjá mér og hjá vönum höfundum. Það gat ég ekki sætt mig við. Einhverra hluta vegna datt mér sá möguleiki að verða rithöfundur ekkert í hug. Þegar ég var unglingur kom út bókin „Ég heiti Ísbjörg, ég er ljón“ eftir Vigdísi Grímsdóttur. Ég er ekki frá því að með þeirri bók hafi eitthvað fjarlægt og langsótt eins og rithöfundarstarfið orðið nálægara og mannlegra. Bókin var auðvitað djörf og umdeild og Vigdís svo sterkur karakter og gaf mikið af sér.“visir/ernirEldingu lostin Eftir að ákvörðunin um að gerast rithöfundur var tekin og bækurnar fóru að koma hver af annarri bjó Guðrún Eva árum saman í miðbæ Reykjavíkur með tilheyrandi kaffihúsa- og barsetum. Hún segist hafa trúað því að hún gæti aldrei aftur hugsað sér að búa úti á landi en fékk svo að búa í rithöfundaíbúðinni í Vatnasafninu í eitt ár og þangað heimsótti ástin hana. Kvikmyndaleikstjórinn Marteinn Þórsson kom inn í líf hennar, henni alveg að óvörum. „Ég var búin að vera einhleyp dálítið lengi og sá ekki fyrir mér hvernig það ætti að gerast að ég yrði ástfangin. Fannst ég hafa hitt alla einhleypa menn í Reykjavík og þeir voru allir meira og minna skemmtilegir og myndarlegir, en það bara kviknaði ekki á neinu hjá mér. Svo kom Marteinn heim frá útlöndum, þar sem hann hafði búið í fjórtán ár, og árið 2006 hittumst við á Ölstofunni þar sem hann sagði mér frá þeim draumi sínum að gera kvikmynd eftir Yosoy. Ég óskaði honum bara góðs gengis með það og horfði hálfpartinn í gegnum hann. Ári síðar hringdi hann í mig og sagðist enn vera að hugsa um Yosoy, en gengi ekki vel að selja framleiðendum hugmyndina. Ég bauð honum í heimsókn til mín í Vatnasafnið til að ræða málin sem hann þáði. Ég átti mér einskis ills eða góðs von þegar ég opnaði fyrir honum en ég var bara eins og lostin eldingu, varð ástfangin á sekúndubroti og gjörsamlega miður mín allt kvöldið að reyna að stramma mig af svo þessi bláókunnugi maður héldi ekki að ég væri galin.“ Ástin reyndist gagnkvæm og í júní árið 2011 giftu þau Guðrún Eva og Marteinn sig með pompi og prakt. Hún í hvítum kjól þótt dóttirin væri komin undir. „Ég var 35 ára, ég held að fólk hafi nú alveg vitað að ég var ekki hrein mey! (Hlátur) Maður er aldrei saklausari en þegar maður er óléttur.“Ástir „miðaldra“ hjóna Barneignir voru ekki eitthvað sem Guðrún Eva hafði hugsað sér þegar hún var yngri en eins og hún orðar það þá kemur að því að lífið klappar á öxlina á manni og maður fær þá köllun að fjölga sér. Og auðvitað fylgir maður henni. „Ég hafði aldrei hugsað mér að eignast börn. Ég vissi alveg að lítið barn myndi eiga mig með húð og hári og mig hryllti við tilhugsuninni um að verða slitin í tvennt milli móðurhlutverksins og ritstarfanna. Nú er ég búin að vera að skrifa í tuttugu ár og fyrstu fimmtán árin varð ég bara að gefa skáldskapnum allt, það kom ekkert annað til greina. Eftir að Mínerva fæddist hefur það komið mér á óvart hversu gerlegt það er að sinna bæði henni og skrifunum. Hún valdi sér líka hárréttan tíma til að koma í heiminn, örfáum dögum eftir að „Allt með kossi vekur“ kom úr prentun. Törnin nýbúin. Dóttir mín er bæði tillitssöm og þolinmóð við mömmu sína. Börn eru líka svo góðar músur. Þau halda manni við efnið, í núinu og á jörðinni, það hjálpar mikið til. Mínerva var tveggja vikna þegar hugmyndin að „Englaryki“ kviknaði. Sjokkið sem fylgdi nýju lífi ásamt næturvökum og öllu tilheyrandi reyndist hugvíkkandi og innblásandi.“ Fyrir tveimur árum festu hjónin kaup á einbýlishúsi með þúsund fermetra lóð í Hveragerði og unnu hörðum höndum að því að gera það upp. Guðrún Eva segist reyndar aldrei hafa getað ímyndað sér að hún myndi flytja aftur út á land. „Ég kvaddi sveitina í fússi um leið og ég var orðin nógu gömul til að einhver knæpa í Reykjavík vildi ráða mig í vinnu og ætlaði sko aldrei til baka. Settist að í miðbænum og það var ekki fyrr en ég fattaði að ég var eiginlega aldrei þar heldur í sumarbústöðum eða lánshúsnæði úti á landi sem ég fór að skilja að sennilega væri ég bara að verða miðaldra og flutti aftur í sveitina. Það hentar mér alveg ótrúlega vel. Í mínum huga er miðaldra sko ekki skammaryrði heldur fallegt og heimilislegt orð yfir hugarástand sem hefur ekkert með aldur að gera. Ég þekki fullt af rúmlega tvítugu fólki sem er óskaplega miðaldra og fimmtugt fólk sem er það alls ekki. Ég kýs það núna að líta á mig sem svolítið miðaldra sem þýðir fyrst og fremst að ég er komin með ró í beinin og hef bara áhuga á að vinna vinnuna mína og hlúa að og byggja upp sem mest í kringum mig. Ég ætlaði reyndar að gerast stórtækur grænmetisbóndi um leið og ég flytti í Hveragerði en bæði hef ég ekki tíma og svo er miklu einfaldara að labba yfir götuna og kaupa ferskt og ódýrt grænmeti úr gróðurhúsi nágrannanna. Svo er á planinu að koma okkur upp hænum og byggja sánu sem þarf auðvitað að vera á öllum skandinavískum herragörðum, en þetta tekur allt sinn sinn tíma. Sveitin dregur nefnilega fram í manni bóndann. Matti er alltaf að smíða og ég er farin að gera alls konar sultur og baka brauð í tíma og ótíma. Langafar okkar og -ömmur væru örugglega hreykin af öllum þessum myndarbúskap, sem er kannski ekkert takmark í sjálfu sér en samt notaleg tilhugsun.“ Skáldskapurinn er lyf við einmanaleikanum Eitt af einkennum rithöfundar er áhugi á öðru fólki og forvitni um hagi þess. „Það hafa allir svo ríka sögu að segja. Við erum svo flókin og lífið er svo flókið og það verða allir fyrir áföllum. Það sleppur enginn að fullu við sorg og áföll sem dýpka okkur og breyta okkur og um þetta fjallar skáldskapurinn. Um öflin sem móta mannfólkið. Ég er þeirrar skoðunar að það sé hægara sagt en gert fyrir eina manneskju að skilja aðra. Allt okkar tal og öll okkar skrif eru bara tilraun til að byggja brú á milli fólks en sú brú verður alltaf dálítið gisin, það fer svo mikið til spillis á leiðinni. Þess vegna er svo ótrúlega mikilvægt að vanda sig í samskiptum. Við eigum að reyna að skilja hvert annað og tengjast, þess vegna þurfum við sögur af öllu tagi til þess að þjálfa okkur í því að setja okkur í annarra spor. Ég veit að ég hef mikið fjallað um þetta í bókunum mínum enda hefur þetta verið mér hugleikið lengi. Það er erfitt að setja sig í þær stellingar að horfast í augu við þetta, maður getur fundið fyrir skerandi einmanakennd, en mér finnst öll þessi viðleitni okkar til þess að reyna að skilja hvert annað svo fögur og mikilfengleg.“
Menning Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira