Erlent

Losaði sig við varaforsetann

Jóhann Óli skrifar
Robert Mugabe
Robert Mugabe vísir/ap
Robert Mugabe, forseti Zimbabwe, hefur leyst varaforseta sinn, Joice Mujuru, frá störfum, en hann hefur sakað hana um spillingu og áform um að ráða sig af dögunum.

Að auki losaði Mugabe sig við öryggismála- og orkumálaráðherra sinn vegna tengsla þeirra við Mujuru. Mujuru barðist við hlið Mugabe gegn stjórn hvítra á áttunda áratugnum og var talin líkleg til að taka við af Mugabe.

Mujuru hefur gefið út að ásakanirnar séu tilhæfulausar með öllu og sakar Mugabe og konu hans um samsæri gegn sér. Mujuru er talin hafa fallið í ónáð forsetans eftir að Grace, fimmtug eiginkona hans, hóf afskipti af stjórnmálum.

Hinn níræði Robert Mugabe hefur verið forseti Zimbabwe síðan landið fékk sjálfstæði árið 1980. Hann sigraði Morgan Tsvangirai í umdeildum kosningum í fyrra en margir telja að um víðtækt kosningasvindl hafi verið að ræða. Mugabe hefur gefið út að hann sækist eftir endurkjöri árið 2018.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×