Menning

Sellósvítur Bachs

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Bryndís Halla ræðst í fyrsta skipti í það stórvirki að leika þrjár af sellósvítum Bachs.
Bryndís Halla ræðst í fyrsta skipti í það stórvirki að leika þrjár af sellósvítum Bachs. Fréttablaðið/GVA
Bryndís Halla Gylfadóttir sellóleikari flytur þrjár af sellósvítum Johanns Sebastians Bach í Norðurljósasal Hörpu á morgun 19. janúar.

Tónleikarnir eru á vegum Kammermúsíkklúbbsins og hefjast klukkan 19.30.

Sellósvítur Bachs, sex að tölu, eru meðal þekktustu einleiksverka tónlistarsögunnar. Heildarflutningar á þeim er ávallt merkisviðburður en Bryndís Halla sem ræðst nú í fyrsta sinn í þetta stórvirki, mun flytja seinni þrjár svíturnar að ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×