Menning

Mesti snillingur sem ég hef kynnst

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Rudyard Kipling.
Rudyard Kipling.
Joseph Rudyard Kipling var enskur smásagnahöfundur, ljóðskáld og rithöfundur sem fæddist 30. desember árið 1865. Hann er hvað þekktastur fyrir sögur og ljóð um breska hermenn í Indlandi og sögur sem hann samdi fyrir börn.

Rudyard fæddist í Bombay á Indlandi en fluttist með fjölskyldu sinni til Englands þegar hann var fimm ára gamall. Hann skilur eftir sig skáldsögurnar Just So Stories og Kim og ljóðin Mandalay, Gunga Din, The Gods of the Copybook Headings, The White Man‘s Burden og If- svo eitthvað sé nefnt.

Rudyard var einn af vinsælustu rithöfundum Englands, bæði í prósu og versi, seint á nítjándu öld og snemma á þeirri tuttugustu. Rithöfundurinn Henry James lýsti honum til dæmis svona: „Kipling er fyrir mér mesti snillingur sem ég hef kynnst.“

Árið 1907 fékk Rudyard Nóbelsverðlaunin í bókmenntun og varð þar með fyrsti enski rithöfundurinn til að hljóta verðlaunin. Enn þann dag í dag er hann yngsti viðtakandi verðlaunanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×