Menning

Samstarfsverkefni fimm skóla

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Sinfóníuhljómsveit tónlistarskólanna samanstendur af frísklegum hópi ungmenna..
Sinfóníuhljómsveit tónlistarskólanna samanstendur af frísklegum hópi ungmenna..
Tónlistarnemar, áttatíu og fimm talsins og flestir á framhaldsskólaaldri, skipa Sinfóníuhljómsveit tónlistarskólanna sem heldur tónleika í Langholtskirkju á morgun klukkan 16.

Þeir leika þrjá þætti úr saxófónkonsertinum Rætur eftir Veigar Margeirsson, Danzón númer 2 eftir Arturo Márquez og Sinfóníska dansa opus 64 eftir Edvard Grieg. Stjórnandi er Guðmundur Óli Gunnarsson.



Einleikari á saxófón með hljómsveitinni er Sölvi Kolbeinsson sem hóf nám átta ára gamall og stundar nú nám bæði í klassískum og djass-saxófónleik hjá Sigurði Flosasyni í Tónlistarskólanum í Reykjavík og Tónlistarskóla FÍH en hefur áður lært hjá Ólafi Jónssyni og Hafsteini Guðmundssyni.

Auk þess að spila á saxófón leikur Sölvi á gítar og píanó. Hann hefur leikið djass á ýmsum veitingastöðum bæjarins ásamt poppi og rokki í alls konar hljómsveitum.



Sinfóníuhljómsveitin er samstarfsverkefni fimm tónlistarskóla á höfuðborgarsvæðinu, Tónlistarskóla FÍH, Tónlistarskóla Hafnarfjarðar, Tónlistarskóla Kópavogs, Tónlistarskóla Garðabæjar og Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.