Bætt íslenskukennsla eflir aðlögun fólks Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 3. febrúar 2014 07:00 Zane Brikovska. Að mati verkefnastjóra fjölmenningarmála á Akureyri eiga flestir innflytjendur að læra íslensku. Vísir/Auðunn „Þótt innflytjendur hafi lögvarinn rétt til túlkunar fyrirbyggir það ekki vandamál,“ segir Zane Brikovska, verkefnastjóri fjölmenningarmála hjá Akureyrarbæ. „Ef maður býr í sjö ár á Íslandi og krefst enn að fá túlk þegar farið er til heimilislæknis þá er skiljanlegt að ástandið valdi gremju og tregðu hjá ríki og sveitarfélögum að standa undir kostnaði.“ Vísir hefur fjallað um túlkaþjónustu á Íslandi og að stofnanir kalli ekki alltaf út túlk þrátt fyrir lögvarinn rétt. Einnig að starfsmenn Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu meti í hverju tilfelli hvort ástæða sé til að kalla út túlk. Zane bendir á að samkvæmt tölum frá Heilsugæslunni á Akureyri hafi kostnaður vegna túlkaþjónustu aukist jafnt og þétt síðustu árin. Árið 2010 var upphæðin 168 þúsund krónur en árið 2012 var hún komin upp í 463 þúsund. Hún segir að það eitt að fá meira fjármagn fyrir túlkaþjónustu fyrir innflytjendur muni ekki hjálpa þeim við aðlögun í samfélaginu þegar til lengri tíma er litið. Þvert á móti dragi of mikil túlkaþjónusta úr hvatningu til að læra íslensku. „Það þarf aftur á móti að bæta íslenskukennsluna. Fjöldi rannsókna og persónuleg reynsla fólks hefur sýnt fram á að enn skortir á sameiginlega uppbyggingu á kennsluferlinu og hæfa kennara til að tryggja gæðin.“ „Ef maður sem hefur farið á fjögur íslenskunámskeið, sem hvert kostar á fjórða tug þúsund, og er enn ekki fær um einfalt hversdagsmál á íslensku þá má spyrja um gæði námskeiðanna.“ Zane segir að stundum veki reiði þegar horft er á innflytjendur sem fórnarlömb, frekar eigi að hjálpa þeim að vera sjálfbjarga. „Ef gæði íslenskunámskeiðs yrðu tryggð þá er engin ástæða lengur til þess að rukka ríki eða sveitarfélag fyrir túlkaþjónustuna heldur frekar innflytjandann sjálfan ef afstaða hans er einfaldlega sú að læra ekki íslensku.“ Spurð hvort sjálfsagt sé að allir geti lært íslensku segir Zane að auðvitað yrðu að vera undanþágur fyrir til að mynda fólk sem flytur til Íslands seint á ævinni og á erfitt með að læra nýtt mál. Zane segir Alþjóðastofu á Akureyri gefa út leiðbeiningabækling um túlkaþjónustu hjá félagsþjónustu, skóladeild og heilsugæslu Akureyrarbæjar. Það sé gert til að aðstoða sveitarfélagið við að meta þörf á túlkaþjónustu fyrir hvert og eitt tilfelli. Tekið sé tillit til alvarleika málsins og lengd búsetu á Íslandi. Mest lesið „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni Innlent Fleiri fréttir Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Sjá meira
„Þótt innflytjendur hafi lögvarinn rétt til túlkunar fyrirbyggir það ekki vandamál,“ segir Zane Brikovska, verkefnastjóri fjölmenningarmála hjá Akureyrarbæ. „Ef maður býr í sjö ár á Íslandi og krefst enn að fá túlk þegar farið er til heimilislæknis þá er skiljanlegt að ástandið valdi gremju og tregðu hjá ríki og sveitarfélögum að standa undir kostnaði.“ Vísir hefur fjallað um túlkaþjónustu á Íslandi og að stofnanir kalli ekki alltaf út túlk þrátt fyrir lögvarinn rétt. Einnig að starfsmenn Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu meti í hverju tilfelli hvort ástæða sé til að kalla út túlk. Zane bendir á að samkvæmt tölum frá Heilsugæslunni á Akureyri hafi kostnaður vegna túlkaþjónustu aukist jafnt og þétt síðustu árin. Árið 2010 var upphæðin 168 þúsund krónur en árið 2012 var hún komin upp í 463 þúsund. Hún segir að það eitt að fá meira fjármagn fyrir túlkaþjónustu fyrir innflytjendur muni ekki hjálpa þeim við aðlögun í samfélaginu þegar til lengri tíma er litið. Þvert á móti dragi of mikil túlkaþjónusta úr hvatningu til að læra íslensku. „Það þarf aftur á móti að bæta íslenskukennsluna. Fjöldi rannsókna og persónuleg reynsla fólks hefur sýnt fram á að enn skortir á sameiginlega uppbyggingu á kennsluferlinu og hæfa kennara til að tryggja gæðin.“ „Ef maður sem hefur farið á fjögur íslenskunámskeið, sem hvert kostar á fjórða tug þúsund, og er enn ekki fær um einfalt hversdagsmál á íslensku þá má spyrja um gæði námskeiðanna.“ Zane segir að stundum veki reiði þegar horft er á innflytjendur sem fórnarlömb, frekar eigi að hjálpa þeim að vera sjálfbjarga. „Ef gæði íslenskunámskeiðs yrðu tryggð þá er engin ástæða lengur til þess að rukka ríki eða sveitarfélag fyrir túlkaþjónustuna heldur frekar innflytjandann sjálfan ef afstaða hans er einfaldlega sú að læra ekki íslensku.“ Spurð hvort sjálfsagt sé að allir geti lært íslensku segir Zane að auðvitað yrðu að vera undanþágur fyrir til að mynda fólk sem flytur til Íslands seint á ævinni og á erfitt með að læra nýtt mál. Zane segir Alþjóðastofu á Akureyri gefa út leiðbeiningabækling um túlkaþjónustu hjá félagsþjónustu, skóladeild og heilsugæslu Akureyrarbæjar. Það sé gert til að aðstoða sveitarfélagið við að meta þörf á túlkaþjónustu fyrir hvert og eitt tilfelli. Tekið sé tillit til alvarleika málsins og lengd búsetu á Íslandi.
Mest lesið „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni Innlent Fleiri fréttir Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Sjá meira