Schumacher: Heimurinn hætti að snúast | Myndband Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. júlí 2014 12:15 Fyrir 32 árum áttust Þýskaland og Frakkland við í einhverjum eftirminnilegasta leik í sögu úrslitakeppni HM í knattspyrnu. Þessi sömu lið eigast við í fjórðungsúrslitum HM í Brasilíu í dag en þau hafa ekki mæst í úrslitakeppni HM síðan Vestur-Þýskaland vann Frakka, 2-0, í undanúrslitum keppninnar í Mexíkó árið 1986. En leikurinn í Sevilla þann 8. júlí árið 1982 er af mörgum talinn einn sá eftirminnilegasti í sögunni. Meðal þeirra er Toni Schumacher, sem stóð í marki þýska landsliðsins, en hann var í aðalhlutverki í leiknum. „Þessi leikur er að mínu mati sá mest spennandi í sögunni. Tilfinningarnar voru slíkar,“ sagði Schumacher í viðtali við þýska fjölmiðla í vikunni. „Og ég hef tvisvar spilað til úrslita á HM, í bikarkeppnum og öðrum mótum,“ bætti hann við. Schumacher var bæði hetja og skúrkur í leiknum. Í stöðinni 1-1 slapp Patrick Battiston í gegnum þýsku vörnina og var við það að ná til boltans við vítateigslínunna þegar Schumacher hljóp út á móti honum og sparkaði hann niður. Battiston var borinn af velli með heilahristing auk þess sem hann missti tvær tennur. Schumacher var hins vegar ekki vikið af velli og það átti eftir að reynast dýrmætt. Venjulegum leiktíma lauk með 1-1 jafntefli en Frakkland komst í 3-1 forystu í framlengingunni en Þjóðverjar svöruðu með tveimur mörkum og unnu svo í vítaspyrnukeppni, þar sem Schumacher varði tvær spyrnur. „Margir hafa spurt mig um atvikið með Battiston en ekkert um vítaspyrnukeppnina. Hvað okkur Patrick varðar lauk málinu þegar ég bað hann afsökunnar og hann tók afsökunarbeiðnina gilda,“ bætti Schumacher við. Samantekt úr þessum magnaða leik má sjá hér fyrir neðan. Leikur Frakklands og Þýskalands á HM 1986: HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Fyrir 32 árum áttust Þýskaland og Frakkland við í einhverjum eftirminnilegasta leik í sögu úrslitakeppni HM í knattspyrnu. Þessi sömu lið eigast við í fjórðungsúrslitum HM í Brasilíu í dag en þau hafa ekki mæst í úrslitakeppni HM síðan Vestur-Þýskaland vann Frakka, 2-0, í undanúrslitum keppninnar í Mexíkó árið 1986. En leikurinn í Sevilla þann 8. júlí árið 1982 er af mörgum talinn einn sá eftirminnilegasti í sögunni. Meðal þeirra er Toni Schumacher, sem stóð í marki þýska landsliðsins, en hann var í aðalhlutverki í leiknum. „Þessi leikur er að mínu mati sá mest spennandi í sögunni. Tilfinningarnar voru slíkar,“ sagði Schumacher í viðtali við þýska fjölmiðla í vikunni. „Og ég hef tvisvar spilað til úrslita á HM, í bikarkeppnum og öðrum mótum,“ bætti hann við. Schumacher var bæði hetja og skúrkur í leiknum. Í stöðinni 1-1 slapp Patrick Battiston í gegnum þýsku vörnina og var við það að ná til boltans við vítateigslínunna þegar Schumacher hljóp út á móti honum og sparkaði hann niður. Battiston var borinn af velli með heilahristing auk þess sem hann missti tvær tennur. Schumacher var hins vegar ekki vikið af velli og það átti eftir að reynast dýrmætt. Venjulegum leiktíma lauk með 1-1 jafntefli en Frakkland komst í 3-1 forystu í framlengingunni en Þjóðverjar svöruðu með tveimur mörkum og unnu svo í vítaspyrnukeppni, þar sem Schumacher varði tvær spyrnur. „Margir hafa spurt mig um atvikið með Battiston en ekkert um vítaspyrnukeppnina. Hvað okkur Patrick varðar lauk málinu þegar ég bað hann afsökunnar og hann tók afsökunarbeiðnina gilda,“ bætti Schumacher við. Samantekt úr þessum magnaða leik má sjá hér fyrir neðan. Leikur Frakklands og Þýskalands á HM 1986:
HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira