Byggja þarf 10.000 íbúðir næstu þrjú árin Una Sighvatsdóttir skrifar 12. nóvember 2015 20:00 Samtök iðnaðarins framkvæma árlega talningu á íbúðum í byggingu á höfuðborgarsvæðinu. Eftir langvarandi skort virðist nú skriður að komast á framkvæmdir og má búast við að 10.000 íbúðir verði framleiddar á höfuðborgarsvæðinu á næstu þremur árum. Þetta kom fram á fundi Samtaka iðnaðarins í dag, undir yfirskriftinni „Mætum þörfinni - Íbúðamarkaður í brennidepli". „Góðu fréttirnar eru klárlega þær að sú spá sem við gerum um framleiðslu á húsnæði næstu þrjú árin bendir til þess að hún dugi til að mæta þeirri þörf sem framundan er," segir Almar Guðmundsson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Síðri fréttirnar eru hinsvegar þær að eftir stendur uppsöfnuð þörf vegna þess hve lítið hefur verið byggt síðust ár. Á árunum 2009-2015 var lokið við um 950 íbúðir árlega á höfuðborgarsvæðinu, en þörfin miðað við fólksfjölgun var fyrir um 1.500-1.800 íbúðir. Miðað er við að á móti hverjum 1000 sem bætast í mannfjöldann þurfi að byggja um 500 íbúðir, og íbúum höfuðborgarsvæðisins fjölgaði um 2500 mann að jafnaði á ári. Því er langt frá því að þörfinni hafi verið mætt. Afleiðingin er meðal annars sú að húsnæðisleit verður sífellt erfiðari sem kemur ekki síst niður á ungu fólki. Fram kom á fundinum að á síðastliðnum áratug hefur ungu fólki, 25-34 ára, sem býr í foreldrahúsum fjölgað um 60%, eða úr 10% aldurshópsins í 14%. Til að brúa bilið sem hefur myndast þyrfti að byggja 2500-3000 íbúðir, til viðbótar við þörf næstu ára. Samtök iðnaðarins telja það mikla áskorun að mæta þessari þörf. „Ég held að það sé hægt að orða það þannig að það sé ákveðin úrslitastund núna," segir Almar. „Þetta er mál sem fær mjög mikið pláss í þjóðfélaginu og það er vegna þess að það er brýn þörf. Úrslitastundin hlýtur að felast í því að opinberir aðilar, við hjá Samtökum iðnaðarins og fleiri, tökum höndum saman og förum í ákveðin umbótaverkefni. Þau skila sér ekki öll á morgun, en þau munu skila sér á næstu árum."Frá fundi Samtaka iðnaðarins um íbúðamál í morgunSamtök iðnaðarins setja fram fimm umbótaskref sem þau telja nauðsynleg, en þau eru:Sveigjanlegri umgjörð og markaðsdrifið umhverfiByggjum á bættri framleiðni og gerum beturNýjar og fjölbreyttari byggingaraðferðirLækkun fjármagnskostnaðarBættar upplýsingar = betri ákvörðunartaka Ekkert af þeim sex frumvörpum til húsnæðismála sem boðað var að lögð yrðu fram á haustþingi hafa enn litið dagsins ljós. Eygló Harðardóttir ráðherra húsnæðismála sagði á Alþingi í morgun að unni væri hörðum höndum að því að koma frumvörpunum inn í þingið. Friðrik Ólafsson forstöðumaður byggingasviðs Samtaka iðnaðarins segir vonir bundnar við að eitthvað útspil komi fljótlega. „Ríkisvaldið allavega hefur lofað því að rýna í reglugerðir og lög til að laga þetta umhverfi sem við búum við. Það sem við köllum eftir er að regluverkið verði að leyfa okkur fjölbreytni. En það eru ekki komin nein konkret úrræði. Við bíðum, við vonum og við erum búin að gera það lengi, en það verður eitthvað útspil að koma núna fljótt." Alþingi Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Fleiri fréttir Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Sjá meira
Samtök iðnaðarins framkvæma árlega talningu á íbúðum í byggingu á höfuðborgarsvæðinu. Eftir langvarandi skort virðist nú skriður að komast á framkvæmdir og má búast við að 10.000 íbúðir verði framleiddar á höfuðborgarsvæðinu á næstu þremur árum. Þetta kom fram á fundi Samtaka iðnaðarins í dag, undir yfirskriftinni „Mætum þörfinni - Íbúðamarkaður í brennidepli". „Góðu fréttirnar eru klárlega þær að sú spá sem við gerum um framleiðslu á húsnæði næstu þrjú árin bendir til þess að hún dugi til að mæta þeirri þörf sem framundan er," segir Almar Guðmundsson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Síðri fréttirnar eru hinsvegar þær að eftir stendur uppsöfnuð þörf vegna þess hve lítið hefur verið byggt síðust ár. Á árunum 2009-2015 var lokið við um 950 íbúðir árlega á höfuðborgarsvæðinu, en þörfin miðað við fólksfjölgun var fyrir um 1.500-1.800 íbúðir. Miðað er við að á móti hverjum 1000 sem bætast í mannfjöldann þurfi að byggja um 500 íbúðir, og íbúum höfuðborgarsvæðisins fjölgaði um 2500 mann að jafnaði á ári. Því er langt frá því að þörfinni hafi verið mætt. Afleiðingin er meðal annars sú að húsnæðisleit verður sífellt erfiðari sem kemur ekki síst niður á ungu fólki. Fram kom á fundinum að á síðastliðnum áratug hefur ungu fólki, 25-34 ára, sem býr í foreldrahúsum fjölgað um 60%, eða úr 10% aldurshópsins í 14%. Til að brúa bilið sem hefur myndast þyrfti að byggja 2500-3000 íbúðir, til viðbótar við þörf næstu ára. Samtök iðnaðarins telja það mikla áskorun að mæta þessari þörf. „Ég held að það sé hægt að orða það þannig að það sé ákveðin úrslitastund núna," segir Almar. „Þetta er mál sem fær mjög mikið pláss í þjóðfélaginu og það er vegna þess að það er brýn þörf. Úrslitastundin hlýtur að felast í því að opinberir aðilar, við hjá Samtökum iðnaðarins og fleiri, tökum höndum saman og förum í ákveðin umbótaverkefni. Þau skila sér ekki öll á morgun, en þau munu skila sér á næstu árum."Frá fundi Samtaka iðnaðarins um íbúðamál í morgunSamtök iðnaðarins setja fram fimm umbótaskref sem þau telja nauðsynleg, en þau eru:Sveigjanlegri umgjörð og markaðsdrifið umhverfiByggjum á bættri framleiðni og gerum beturNýjar og fjölbreyttari byggingaraðferðirLækkun fjármagnskostnaðarBættar upplýsingar = betri ákvörðunartaka Ekkert af þeim sex frumvörpum til húsnæðismála sem boðað var að lögð yrðu fram á haustþingi hafa enn litið dagsins ljós. Eygló Harðardóttir ráðherra húsnæðismála sagði á Alþingi í morgun að unni væri hörðum höndum að því að koma frumvörpunum inn í þingið. Friðrik Ólafsson forstöðumaður byggingasviðs Samtaka iðnaðarins segir vonir bundnar við að eitthvað útspil komi fljótlega. „Ríkisvaldið allavega hefur lofað því að rýna í reglugerðir og lög til að laga þetta umhverfi sem við búum við. Það sem við köllum eftir er að regluverkið verði að leyfa okkur fjölbreytni. En það eru ekki komin nein konkret úrræði. Við bíðum, við vonum og við erum búin að gera það lengi, en það verður eitthvað útspil að koma núna fljótt."
Alþingi Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Fleiri fréttir Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Sjá meira