Erlent

Samkomulag um vopnahlé í Mjanmar

Atli Ísleifsson skrifar
Mikill ófriður hefur verið í Mjanmar eða Búrma síðustu áratugi.
Mikill ófriður hefur verið í Mjanmar eða Búrma síðustu áratugi. Vísir/AFP
Thein Sein, forseti Mjanmar, og fulltrúar sextán uppreisnarhópa hafa skrifað undir drög að samkomulagi um vopnahlé í landinu.

Vonast er til að með samkomulaginu verði hægt að leggja niður vopn og taka upp pólitískar viðræður eftir fleiri áratugi sem hafa einkennst af vopnuðum átökum stjórnarinnar og uppreisnarsveita ýmissa þjóðarbrota í landinu.

„Ef allt gengur að óskum verður skrifað undir samkomulagið í höfuðborginni Naypyidaw í maí,“ segir Hla Maung Shwe, ráðgjafi við Friðarmiðstöðvar Mjanmar í samtali við Reuters.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×