Erlent

Uppreisnarmenn fluttir á brott

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
vísir/afp
Tugir sýrlenskra uppreisnarmanna verða í dag fluttir á brott frá þorpinu Zabadani, skammt frá landamærum Líbanon, sem er gert samkvæmt nýgerðu friðarsamkomulagi Sameinuðu þjóðanna. Þá verður um 300 fjölskyldum komið í öruggt skjól.

Rútur og sjúkrabílar komu í bæinn í morgun og sóttu fólkið, en farið verður með það til Beirút í Líbanon. Umrætt friðarsamkomulag var gert í september en það nær til þriggja sýrlenskra þorpa; Zabadani, Kefraya og Fuaa í Idlib. Uppreisnarmenn sem berjast gegn stjórnarhernum í Sýrlandi náðu Idlib á sitt vald fyrr á þessu ári og hefur mikill fjöldi almennra borgara fallið í árásum í borginni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×