Erlent

Annar samkynhneigði þjóðarleiðtoginn til að ganga í hjónaband

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Xavier Bettel ætlar að ganga í hjónaband á föstudaginn næstkomandi.
Xavier Bettel ætlar að ganga í hjónaband á föstudaginn næstkomandi. Vísir
Forsætisráðherra Lúxemborg, Xavier Bettel, verður á föstudag annar starfandi leiðtogi lands til þess að kvænast manneskju af sama kyni en eins og Íslendingum er kunnugt var Jóhanna okkar Sigurðardóttir fyrst starfandi þjóðarleiðtoga til þess að ganga í hjónaband með manneskju af sama kyni. Það var árið 2010 þegar hún var forsætisráðherra, þá giftist hún núverandi eiginkonu sinni Jónínu Leósdóttur.

Bettel er þar að auki fyrsti starfandi þjóðarleiðtoginn í ríki innan Evrópusambandsins til að ganga í hjónaband með manneskju af sama kyni. Í frétt Daily Mail er tekið fram að þetta sé einnig einstakt að því leyti að um er að ræða lítið land sem er að mestu kaþólskt og íhaldssamt.

Sjá einnig: Jóhanna og Jónína gengu í hjónaband

„Allir hafa verið hlýir og jákvæðir,“ segir Stephane Bern, vinur fjölskyldunnar, en hún verður gestur í athöfninni sem verður lítil samkvæmt frétt Daily Mail. „Þetta verður ekki íburðarmikil athöfn en mjög táknræn,“ sagði hún í samtali við dagblaðið Luxemburger Wort.

Bettel hefur ávallt verið opinn varðandi kynhneigð sína og hefur bent á að hún skipti engu máli. Bettel er 42 ára en varð bæjarstjóri Lúxemborgar fyrir fjórum árum. Hann varð síðan forsætisráðherra landsins árið 2013.

Sjá einnig: Samkynhneigðir fagna fréttum af Jóhönnu

Í grein Daily Mail er Jóhanna nefnd á nafn. Hún hefur vakið mikla athygli í erlendum fjölmiðlum fyrir að vera, eins og hún er jafnan kölluð, fyrsti opinberlega samkynhneigði þjóðarleiðtoginn.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×