Andlegt anarkí í Tjarnarbíói Ólöf Skaftadóttir skrifar 9. febrúar 2015 17:05 Gunný Ísis Magnúsdóttir Vísir/GVA ,,Ég fíla svo vel þetta andlega anarkí sem ríkir í svitahofinu,” segir Gunný Ísis Magnúsdóttir, nemi í þjóðfræði, sem frumsýnir sína fyrstu heimildamynd Svitahof, í Tjarnarbíói annað kvöld klukkan níu. ,,Svitahof er ný íslensk heimildarmynd um svokölluð svitahof, eða sweat lodge á ensku, og þá menningu sem myndast hefur í kringum hofið,” segir Gunný, en kvikmyndin er hluti lokaverkefnis Gunnýjar í mastersnámi sínu. Ítarlegt viðtal við Gunný var í helgarblaði Fréttablaðsins seint á síðasta ári. Gunný hefur síðastliðin þrjú ár unnið við gerð heimildarmyndarinnar ásamt tökumanninum Jóni Má Gunnarssyni. Gunný hefur lagt áherslu í námi sínu í þjóðfræði að rannsaka jaðarmenningu, með tilliti til valds og menningar í grasrótarmenningu. Svitahofið er ein birtingarmynd grasrótarmenningar og hefur verið stundað hér á landi í um það bil þrjátíu ár. Hópurinn sem stundar svett, eins og það er gjarnan kallað, fer vaxandi og verður sífellt fjölbreyttari. Gunný hefur sjálf lengi stundað svitahofið, en þetta er hennar fyrsta heimildamynd. Svitahofið hefur uppruna sinn í menningu Indjána Norður-Ameríku. Á Íslandi hefur svitahofið verið stundað í um það bil 30 ár og fer sá hópur sem sækir í svitahofið sífellt vaxandi. Tilgangurinn með svitahofinu er að hreinsa anda og líkama í tengslum við náttúrukraftana og endurfæðast á táknrænan hátt. Í kvikmyndinni er athöfninni fylgt eftir og viðtöl við aðilla sem hafa stundað svitahofið hér á landi og erlendis í fjölda ára Menning Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
,,Ég fíla svo vel þetta andlega anarkí sem ríkir í svitahofinu,” segir Gunný Ísis Magnúsdóttir, nemi í þjóðfræði, sem frumsýnir sína fyrstu heimildamynd Svitahof, í Tjarnarbíói annað kvöld klukkan níu. ,,Svitahof er ný íslensk heimildarmynd um svokölluð svitahof, eða sweat lodge á ensku, og þá menningu sem myndast hefur í kringum hofið,” segir Gunný, en kvikmyndin er hluti lokaverkefnis Gunnýjar í mastersnámi sínu. Ítarlegt viðtal við Gunný var í helgarblaði Fréttablaðsins seint á síðasta ári. Gunný hefur síðastliðin þrjú ár unnið við gerð heimildarmyndarinnar ásamt tökumanninum Jóni Má Gunnarssyni. Gunný hefur lagt áherslu í námi sínu í þjóðfræði að rannsaka jaðarmenningu, með tilliti til valds og menningar í grasrótarmenningu. Svitahofið er ein birtingarmynd grasrótarmenningar og hefur verið stundað hér á landi í um það bil þrjátíu ár. Hópurinn sem stundar svett, eins og það er gjarnan kallað, fer vaxandi og verður sífellt fjölbreyttari. Gunný hefur sjálf lengi stundað svitahofið, en þetta er hennar fyrsta heimildamynd. Svitahofið hefur uppruna sinn í menningu Indjána Norður-Ameríku. Á Íslandi hefur svitahofið verið stundað í um það bil 30 ár og fer sá hópur sem sækir í svitahofið sífellt vaxandi. Tilgangurinn með svitahofinu er að hreinsa anda og líkama í tengslum við náttúrukraftana og endurfæðast á táknrænan hátt. Í kvikmyndinni er athöfninni fylgt eftir og viðtöl við aðilla sem hafa stundað svitahofið hér á landi og erlendis í fjölda ára
Menning Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira