Fótbolti

Elíasi Má líkt við Justin Bieber: Er þetta í alvöru að gerast aftur?

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Elías Már horfir á mynd af Justin Bieber.
Elías Már horfir á mynd af Justin Bieber. mynd/skjáskot af vef Dagbladet.no
Elías Már Ómarsson, efnilegasti leikmaður Pepsi-deildarinnar á síðustu leiktíð, æfði í fyrsta sinn með sínu nýja liði Vålerenga í dag, en norska úrvalsdeildarliðið keypti hann frá Keflavík í vikunni.

Eftir æfinguna gekk tók blaðamaður Dagbladet Elías Má tali og sýndi honum mynd af sjálfum sér þar sem hann líkist poppprinsinum Justin Bieber.

„Hverjum líkist maðurinn á þessari mynd?“ spurði hann. [Hlær] „Mér,“ svaraði Elías enda var myndin af honum.

„Og Justin Bieber?“ spurði blaðamaðurinn Roy Wahlström.“ „Nei, það finnst mér ekki,“ svaraði Elías. Keflvíkingnum unga var svo sýnd mynd af Bieber sjálfum en hann gaf sig ekki.

Myndin af Elíasi þar sem hann líkist Bieber.mynd/skjáskot
Svo virðist sem Elías Már hafi áður lent í svipuðum samanburði því á Facebook-síðu sinni setur hann inn hlekk á fréttina og skrifar: „Er þetta í alvöru að gerast aftur?“

Viðtalið varð eftir þessa byrjun öllu eðlilegra og var Elías Már spurður hvort hann væri svipaður leikmaður og Viðar Örn Kjartansson.

„Kjetil Rekdal [Yfirmaður knattspyrnumála] er búinn að segja að ég á ekki að leysa Viðar Örn af hólmi. Ég á bara að einbeita mér að því að komast í liðið. Ég mun reyna að skora eins mörg mörk og ég get,“ segir Elías Már.

Alla greinina á norsku má lesa hér.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×