Gunnar Nelson hefur ekki barist í UFC síðan hann tapaði fyrir Bandaríkjamanninum Rick Story í Stokkhólmi í október á síðasta ári.
En nú fer að styttast í næsta bardaga því hann eygir að berjast með góðvini sínum og nýjustu ofurstjörnunni í UFC, Conor McGregor, í Las Vegas í sumar.
Sjá einnig:McGregor: Stökk yfir búrið til að drepa litla Brassann | Myndband
„Hann hefur áhuga á að vera á kortinu í júlí en við vitum ekki hvort hann berjist fyrir það,“ segir Haraldur Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars, við MMAViking.com.
Conor McGregor hefur klifið metorðastigann hratt í UFC á milli þess sem hann rífur kjaft og gerir lítið úr andstæðingum sínum við hvert tækifæri.
Hann mætir heimsmeistaranum í fjaðurvigt, Jose Aldo, í bardaga um beltið í Vegas 11. júlí. Það er eini bardaginn sem klár er það kvöldið og á því eftir að finna 3-4 aðra bardaga til að fylla kortið.
Þrátt fyrir að bardagakvöldum hefur fjölgað í Evrópu undanfarna mánuði hefur Gunnar ekki barist sem fyrr segir í fjóra mánuði, en hann ákvað sjálfur að taka sér frí.
„Gunni hefur ekki beðið um bardaga,“ segir Haraldur við MMAViking aðspurður hvers vegna Gunnar hefur ekki tekið þátt í þessum Evrópukvöldum sem stundum skortir fleiri stjörnur.
Óvíst er hvort Gunnar fái að berjast sama kvöld og Conor í Vegas. „UFC ræður því,“ segir Haraldur Nelson.
Gunnar Nelson vill berjast með Conor í Vegas

Tengdar fréttir

Conor McGregor fór á kostum í nótt og Gunnar Nelson lýsti | Myndband
Íslandsvinurinn Conor McGregor vann afar sannfærandi sigur á Dennis Siver í UFC-bardaga í Boston í nótt en bardaginn var að sjálfsögðu í beinni á Stöð 2 Sport.

Conor McGregor fær titilbardaga í Las Vegas í júlí
Írinn skemmtilegi Conor McGregor staðfesti í gærkvöldi að titilbardagi hans og Jose Aldo fari fram á UFC 189 í Las Vegas í júlí.

Conor McGregor kláraði Siver í annarri lotu - baðst síðan afsökunar
Írinn og Íslandsvinurinn Conor McGregor hélt sigurgöngu sinni áfram á UFC-bardagakvöldinu í TD Garden í Boston í nótt en Írinn litríki átti ekki í miklum vandræðum með Dennis Siver.

Gunnar fær enn eina viðurkenninguna
Gunnar Nelson skákaði Svíanum Alexander Gustafsson í kjöri um besta bardagamanninn árið 2014 utan Bandaríkjanna og Bretlandseyja.

Schwarzenegger elskar Conor
Aðdáendahópur Írans Conor McGregor fer sífellt stækkandi og nýjasti aðdáandinn er ekki af ódýrari gerðinni.