Erlent

Bresku stúlkurnar þrjár komnar til Sýrlands

Bjarki Ármannsson skrifar
Amira Abase, Kadiza Sultana og Shamina Begum flugu til Tyrklands og ætla til Sýrlands.
Amira Abase, Kadiza Sultana og Shamina Begum flugu til Tyrklands og ætla til Sýrlands. Vísir/EPA/AFP
Þrjár unglingsstúlkur sem breska lögreglan hefur leitað að í Tyrklandi eru taldar komnar til Sýrlands, en óttast var að þær væru á leið þangað til að leggja hryðjuverkasamtökunum Íslamska ríkið lið.

BBC hefur það eftir bresku lögreglunni að stúlkunum hafi verið smyglað frá Tyrklandi til Sýrlands fyrir fjórum eða fimm dögum. Tvær þeirra eru fimmtán ára en sú þriðja sextán ára. Þær fóru frá Bretlandi til Tyrklands þann 17. febrúar síðastliðinn.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×