Erlent

Mannskæð skotárás í Gautaborg

Óttast er að tala látinna eigi eftir að hækka.
Óttast er að tala látinna eigi eftir að hækka. Vísir/EPA
Að minnsta kosti tveir eru látnir og allt að fimmtán eru særðir eftir skotárás á veitingastað í Hisingen í Gautaborg í Svíþjóð. Lögregla segir að líklegt sé að tala látinna eigi eftir að hækka. Árásin var gerð um hálfellefu að staðartíma í gærkvöldi á veitingastað í hverfinu.

Vitni segja að tveir menn hafi gengið inn á staðinn og hafið skothríð með sjálfvirkum rifflum. Vísbendingar eru sagðar vera um að árásin tengist uppgjöri glæpagengja í borginni. Enginn hefur enn verið handtekinn vegna málsins og svo virðist sem byssumennirnir hafi komist undan. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×