Erlent

Felldu leiðtoga al-Shabab í drónaárás

Samúel Karl Ólason skrifar
Hermenn Afríkubandalagsins hafa sótt hart gegn al-Shabab um nokkurra ára skeið.
Hermenn Afríkubandalagsins hafa sótt hart gegn al-Shabab um nokkurra ára skeið. Vísir/AFP
Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa staðfest að Adan Garar, háttsettur leiðtogi al-Shabab hryðjuverkasamtakanna í Sómalíu, var felldur í drónaárás. Hann er talinn hafa komið að skipulagningu árásarinnar á Westgate verslunarmiðstöðina í Naíróbí, höfuðborg Kenía árið 2013. 67 manns féllu í árásinni.

Garar var felldur á föstudaginn í árás sem var gerð á bíl hans í Sómalíu.

Á vef BBC kemur fram að Bandaríkin telji að hann hafi haft umsjón með hryðjuverkaaðgerðum sem beindust gegn Bandaríkjunum og öðrum vestrænum ríkjum. Í yfirlýsingu frá Bandaríkjunum segir að dauði hans sé enn eitt áfall al-Shabab hryðjuverkasamtakanna í Sómalíu.

Bandaríkin hafa staðið við bakið á aðgerðum Afríkusambandsins, sem herjað hefur gegn samtökunum í Sómalíu frá 2011.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×