Erlent

Sjö handteknir vegna fjöldamorðanna í Srebrenica

Atli ÍSleifsson skrifar
Áætlað er að um átta þúsund bosnískir karlmenn og drengir hafi verið drepnir í Srebrenica á þriggja daga tímabili í júlí 1995.
Áætlað er að um átta þúsund bosnískir karlmenn og drengir hafi verið drepnir í Srebrenica á þriggja daga tímabili í júlí 1995. Vísir/AFP
Lögregla í Serbíu hefur handtekið sjö menn sem sakaðir eru um að hafa átt þátt í fjöldamorðunum í Srebrenica árið 1995. Mennirnir eru grunaðir um að hafa myrt rúmlega þúsund múslíma í vöruskemmu í útjaðri Srebrenica.

Í frétt BBC kemur fram að serbneskir og bosnískir saksóknarar segi sjömenningarnir vera meðal fyrstu sem eru handteknir vegna morðanna.

Serbnesk yfirvöld hafa áður tekið menn höndum vegna fjöldamorðanna sem tóku þó ekki beinan þátt í morðunum.

Serbar framseldu hershöfðingjann Ratko Mladic til Alþjóðastríðsglæpadómstólsins árið 2011, en hann er sakaður um að hafa skipulagt fjöldamorðin.

Fjöldamorðin í Srebrenica eru einu grimmdarverkin í Evrópu frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar sem Sameinuðu þjóðirnar hafa skilgreint sem þjóðarmorð.

Áætlað er að um átta þúsund bosnískir karlmenn og drengir hafi verið drepnir í Srebrenica á þriggja daga tímabili í júlí 1995.


Tengdar fréttir

Viðurkennir siðferðilega ábyrgð á glæpum

Radovan Karadzic, fyrrverandi leiðtogi Bosníu-Serba, sagði í réttarhöldum í gær að saksóknarar hefðu ekki „snefil af sönnunargögnum“ sem tengja hann við voðaverkin í Bosníustríðinu.

Karadzic knúði áfram stríðsglæpi í Bosníu

Saksóknarar í Haag segja Radovan Karadzic, leiðtoga Bosníu-Serba á tíunda áratugnum, hafa verið helsta drifkraftinn á bak við ofsóknir gegn múslímum og fleirumí Bosníustríðinu.

Verjendur Mladic segja hann föðurlandsvin

Verjendur Ratko Mladic, fyrrum hershöfðingja í her Bosníu-Serba, hófu í dag málflutning sinn hjá Alþjóða stríðsglæpadómstólnum í Haag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×