Erlent

Hörð mótmæli í Frankfurt: 350 handteknir við Evrópska seðlabankann

Atli Ísleifsson skrifar
Búist var við þúsundum liðsmanna "Blockupy“-hreyfingarinnar í miðborg Frankfurt í dag.
Búist var við þúsundum liðsmanna "Blockupy“-hreyfingarinnar í miðborg Frankfurt í dag. Vísir/AP
Um 350 mótmælendur hafa verið handteknir við Evrópska seðlabankann í þýsku borginni Frankfurtí morgun eftir að hafa kveikt í lögreglubílum og kastað steinum í átt að nýjum höfuðstöðvum bankans.

Mótmælendur hafa mótmælt aðhaldsaðgerðum Evrópusambandsins og þátt Evrópska seðlabankans í þeim. Í frétt BBC segir að átta lögreglumenn hafi særst í átökum við mótmælendur.

Búist var við þúsundum liðsmanna „Blockupy“-heyfingarinnar í miðborg Frankfurt í dag.

Lögregla hefur komið fyrir gaddavír umhverfis nýja byggingu bankans.

Vísir/AP



Fleiri fréttir

Sjá meira


×