Erlent

Danir kjósa um undanþágur ESB-aðildar sinnar

Atli Ísleifsson skrifar
Helle Thorning-Schmidt, forsætisráðherra Danmerkur.
Helle Thorning-Schmidt, forsætisráðherra Danmerkur. Vísir/AFP
Danir munu brátt kjósa um hvaða breytingar skulu gerðar á undanþágum ESB-aðildar landsins á sviði dómsmála- og innanríkismála.

Í frétt danska ríkisútvarpsins segir að þjóðaratkvæðagreiðslan muni eiga sér stað í síðasta lagi á fyrsta ársfjórðungi á næsta ári.

Ríkisstjórnarflokkarnir hafa náð samkomulagi um málið eftir viðræður við stjórnarandstöðuflokkanna Venstre, Konservative og SF.

Með samkomulaginu um þjóðaratkvæðagreiðsluna standa vonir til að mögulegt verði að gera breytingar á undanþágum ESB-aðildar Danmerkur sem tóku gildi eftir að Danir höfnuðu Maastricht-sáttmála sambandsins í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 1992.

Danmörk viðurkennir sem stendur ekki yfirþjóðlegan rétt ESB á sviði innanríkis- og dómsmála, auk þess að þeir eru undanþegnir varnarmálastefnu ESB.

Undanþágurnar hafa meðal annars haft hamlandi áhrif á þátttöku danskra yfirvalda innan Europol og er vonast til að með þjóðaratkvæðagreiðslunni verði hægt að gera breytingar þar á. Dönsk stjórnvöld leggja þó til að Danir standi áfram utan stefnu ESB í innflytjendamálum og málefnum hælisleitenda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×