Erlent

Gröf Cervantes fundin í Madríd

Atli Ísleifsson skrifar
Vísindamennirnir segjast eiga erfitt verk fyrir höndum að greina bein Cervantes frá öðrum, en beinin eru mikið skemmd.
Vísindamennirnir segjast eiga erfitt verk fyrir höndum að greina bein Cervantes frá öðrum, en beinin eru mikið skemmd. Vísir/AFP
Vísindamenn á Spáni telja sig hafa fundið gröf hins ástkæra spænska höfundar Miguel de Cervantes í höfuðborginni Madríd.

Í frétt BBC kemur fram að vísindamennirnir telji sig hafa fundið bein Cervantes, eiginkonu hans og annarra sem voru grafnir með þeim á lóð klausturs í Madríd.

Cervantes lést árið 1616 og var grafinn í klaustrinu Trinit­ari­os Descalzos. Klaustrið var endurbyggt á seinni hluta 17. aldar þar sem gröfin glataðist.

Vísindamennirnir segjast eiga erfitt verk fyrir höndum að greina bein Cervantes frá öðrum, en beinin eru mikið skemmd.

Vinsælasta verk Cervantes var Don Kíkóti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×