Erlent

Engir ráðherrar úr SNP í mögulegri stjórn Miliband

Atli Ísleifsson skrifar
Ed Miliband.
Ed Miliband. Vísir/AFP
Ed Miliband, formaður Verkamannaflokksins, hefur útilokað að mynduð verði samsteypustjórn Verkamannaflokksins og Skoska þjóðarflokksins (SNP) að loknum bresku þingkosningunum í maí.

Miliband sagði á fundi í Leeds fyrr í dag að það verði engir ráðherrar úr röðum SNP í nokkurri ríkisstjórn sem hann leiðir.

Á fundinum gat Miliband þó ekki útilokað að Verkamannaflokkurinn myndi mynda minnihlutastjórn með stuðningi SNP.

Í frétt Telegraph segir að mikið hafi verið þrýst á Miliband að skýra málið en skoðanakannanir benda til að SNP muni ná nær öllum þingsætunum í Skotlandi í bresku þingkosningunum.

Miliband sakaði Íhaldsmenn um að reka misvísandi herferð þar sem gefið væri í skyn að Verkamannaflokkurinn og SNP væru í einhverju bandalagi nú í aðdraganda kosninga. „Þetta er alger vitleysa. Það mun ekki gerast. Flokkarnir eru of ólíkir.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×