Erlent

Á flótta undan lögreglu en sagði frá felustaðnum á Snapchat

Samúel Karl Ólason skrifar
Christopher Wallace fannst í skáp á heimili sínu.
Christopher Wallace fannst í skáp á heimili sínu. Vísir/Gety/Fógetaembættið í Sumerset
Lögregluþjónar í Sumarset í Bandaríkjunum fundu eftirlýstan mann þar sem hann hafði falið sig í skáp á heimili sínu. Lögreglan hafði leitað að honum í nokkrar vikur þar sem hann var eftirlýstur fyrir innbrot. Á sunnudagskvöldið sendi hann þó frá sér skilaboð á Snapchat, um að hann væri kominn aftur heim til sín.

Lögreglan komst á snoðir um skilaboðin og sendi lögregluþjóna á heimili hans sem fóru að leita að honum. Þá sendi hann önnur skilaboð og sagði að lögregluþjónar væru heima hjá honum, en hann væri að fela sig í skáp.

Lögregluþjónarnir voru látnir vita og fundu þeir hann strax. Kærasta hans var einnig handtekin þar sem hún hafði logið að lögreglumönnum og sagði að Christopher væri ekki þar.

„Við leit í eldhússkápnum fannst matur, pottar og pönnur og tveir fætur,“ segir á Facebook síðu fógetaembættisins í Sumerset. Frásögn af atvikinu var birt þar en hana má sjá hér að neðan. „Fæturnir voru fastir við manneskju og sú manneskja var Christopher Wallace. Hann var færður úr skápnum og handtekinn.“

Yfirmenn embættisins staðfestu þessa frásögn við vefinn Central Maine.

Good morning. How are you? I'm fine. Thank you for asking.The big news of the morning is...Christopher Wallace was...

Posted by Somerset County Sheriff's Office on Monday, March 23, 2015



Fleiri fréttir

Sjá meira


×