Erlent

Rúmlega tvö þúsund krefjast réttlætis í Kabúl

Bjarki Ármannsson skrifar
Frá mótmælunum í dag.
Frá mótmælunum í dag. Vísir/EPA
Mótmæli héldu áfram í Kabúl, höfuðborg Afganistans, í dag vegna árásarinnar á ungu konuna Farkúnda sem barin var til dauða af hópi fólks í borginni í síðustu viku. Talsmanni lögreglunnar í Kabúl hefur verið vikið frá störfum fyrir að hæla árásarmönnunum á samskiptamiðlum.

Farkúnda, 27 ára guðfræðinemi, var drepin á hrottafullan hátt eftir rifrildi við íslamskan múlla sem var að selja konum einhvers konar happagripi við helgiskrín. Er þau rifust var hún ásökuð um að hafa brennt eintak af Kóraninum og við það brást mannfjöldinn ókvæða við og réðst á hana.

Sjá einnig: Afganskar konur á Íslandi efna til friðarstundar

Í dag komu rúmlega tvö þúsund manns saman til að krefjast réttlætis vegna árásarinnar, að því er segir á vef BBC. Sumir viðstaddra héldu á lofti myndum af henni og aðrir máluðu sig rauða í framan.

Innanríkisráðuneyti Afganistans greindi frá því í dag að Hashmat Stanikzai, talsmaðurlögreglunnar í Kabúl, hafi verið rekin fyrir að birta færslu á Facebook þar sem hann lýsti yfir stuðningi við þá sem myrtu Farkúnda. Þegar hefur þrettán lögregluþjónum verið vikið frá störfum fyrir að hafa ekki brugðist nógu vel við þegar ráðist var á hana.


Tengdar fréttir

Afganskar konur á Íslandi efna til friðarstundar

Hópur afganskra kvenna á Íslandi efna til friðarstundar í dag til stuðnings Farkhunda, afganskri konu sem í síðustu viku var ranglega sökuð um að hafa brennt Kóraninn og í kjölfarið myrt á hrottafenginn hátt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×