Erlent

Fundu ævafornan og risavaxinn gíg í Ástralíu

Atli Ísleifsson skrifar
Andrew Glikson, prófessor við Australian National University.
Andrew Glikson, prófessor við Australian National University. Mynd/ANU
Vísindamenn í Ástralíu segjast hafa uppgötvað gíg sem sé merki um stærsta loftstein sem vitað er að hafi skollið á jörðinni.

Svæðið sem um ræðir er fjögur hundruð kílómetra breitt og er djúpt undir núverandi yfirborði jarðar.

Vísindamennirnir segjast vissir um að loftsteinninn hafi klofnað í tvennt rétt áður en hann skall á jörðina og að hvor hluti um sig hafi verið um tíu kílómetra breiður.

Talið er að atburðurinn hafi átt sér stað fyrir um 300 milljón árum.

Leiðangursstjórinn Andrew Glikson segir ljóst að afleiðingar fyrir dýralíf á jörðinni hafi verið skelfilegar og ljóst sé að fjölmargar tegundir hafi dáið út í kjölfarið.

Lesa má frekar um uppgötvunina á vef Australian National University.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×