Erlent

Busch Thor nýr formaður Kristilegra demókrata í Svíþjóð

Atli Ísleifsson skrifar
Busch Thor er 28 ára gömul og á sæti í sveitarstjórn Uppsala.
Busch Thor er 28 ára gömul og á sæti í sveitarstjórn Uppsala. Vísir/Kristdemokraterna
Ebba Busch Thor verður nýr formaður Kristilegra demókrata í Svíþjóð. Valnefnd flokksins kynnti í morgun tillögu sína um nýja forystu flokksins.

Göran Hägglund tilkynnti nýlega að hann myndi láta af formennsku í flokknum eftir um ellefu ára starf. Hann gegndi embætti félagsmálaráðherra á árunum 2006 til 2014.

Busch Thor er 28 ára gömul og á sæti í sveitarstjórn Uppsala.

Fyrir um tveimur vikum varð ljóst að Busch Thor yrði líklegast næsti formaður flokksins eftir að Jakob Forssmed, talsmaður flokksins í efnahagsmálum, dró framboð sitt til baka. Forssmed verður nýr varaformaður flokksins.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×