Erlent

Leiðtogar þriggja Afríkuríkja semja um Nílarfljót

Atli Ísleifsson skrifar
Egyptar hafa áður lagst gegn byggingu stíflunnar og þar sem þeir segja hana munu auka á þegar mikinn vatnsskort í landinu.
Egyptar hafa áður lagst gegn byggingu stíflunnar og þar sem þeir segja hana munu auka á þegar mikinn vatnsskort í landinu. Vísir/Getty
Leiðtogar þriggja Afríkuríkja hafa skrifað undir samning sem ætlað er að binda endi á langvinna deilu um hvernig skipta beri Nílarfljóti og byggingu stærstu stíflu álfunnar í Eþíópíu.

Í frétt BBC kemur fram að leiðtogar Egyptalands, Eþíópíu og Súdan hafi skrifað undir samninginn í súdönsku höfuðborginni Khartoum.

Egyptar hafa áður lagst gegn byggingu stíflunnar og þar sem þeir segja hana munu auka á þegar mikinn vatnsskort í landinu.

Abdul Fattah al-Sisi, forseti Egyptalands, Halemariam Desalegn, forsætisráðherra Eþíópíu og Omar al-Bashir, forseti Súdans, skrifuðu undir samninginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×