Erlent

Þyrla Sýrlandsstjórnar brotlent á yfirráðasvæði uppreisnarmanna

Bjarki Ármannsson skrifar
Sýrlenskir uppreisnarmenn.
Sýrlenskir uppreisnarmenn. Vísir/AFP
Þyrla á vegum sýrlensku ríkisstjórnarinnar brotlenti í dag á yfirráðasvæði uppreisnarmanna í norðvesturhluta landsins. Sex manns voru um borð og voru fjórir þeirra teknir höndum en sá fimmti fórst við brotlendinguna. Afdrif sjötta mannsins eru óvituð.

Þetta kemur fram á vef BBC. Þyrlan þurfti að reyna nauðlendingu eftir bilun í tæknibúnaði. Sýrlenski herinn hefur þegar hafið leit að fimmmenningunum.

Rúmlega tvö hundruð þúsund manns hafa látist í borgarastyrjöldinni í Sýrlandi, sem staðið hefur yfir í fjögur ár, og um ellefu milljónir manna hafa þurft að yfirgefa heimili sín.


Tengdar fréttir

Kúrdar herja á ISIS

Sækja að svæðinu þar sem vígamenn rændu allt að 220 kristnum Sýrlendingum í vikunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×