Erlent

Ríkharður þriðji borinn til grafar í dag

Kjartan Hreinn Njálsson skrifar
Eftirlíking af líkamsleifum Ríkharðs þriðja, sem fundust árið 2012.
Eftirlíking af líkamsleifum Ríkharðs þriðja, sem fundust árið 2012. Vísir/AFP
Ríkharður þriðji Englandskonungur, sem lést árið 1485, verður borinn til grafar í Leicesterskíri í dag.

Líkamsleifar Ríkharðs fundust árið 2012 í litlu munkaklaustri undir bílastæði í borginni. BBC greinir frá því að útför konungsins mun hefjast við staðinn þar sem talið er að hann hafi verið drepinn í orrustunni um Bosworth-hæð.

Ljóst er að þúsundir munu fylgjast með útförinni en Ríkharður verður lagður til hinstu hvílu á ný, klukkan hálf sex í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×