Erlent

Sjö börn úr sömu fjölskyldu létust í eldsvoða

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Slökkviliðsmaður á vettvangi.
Slökkviliðsmaður á vettvangi. vísir/ap
Sjö börn á aldrinum fimm til fimmtán ára létust í morgun í eldsvoða á heimili sínu í Brooklyn í Bandaríkjunum. Tveir meðlimir fjölskyldunnar eru í lífshættu; móðirin og fimmtán ára dóttir hennar. Talið er að biluð eldavélahella hafi orsakað eldsvoðann.

Börnin átta og móðirin voru sofandi á annarri hæð hússins þegar eldurinn braust út. The New York Times greinir frá því að eftirlifendurnir hafi stokkið út um glugga sem hafi orðið þeim til lífs. Eldurinn hafi þó verið of mikill til að hægt væri að bjarga þeim sem eftir voru inni í húsinu.

Rannsókn lögreglu stendur nú yfir en enn sem komið er hefur einungis einn reykskynjari fundist í húsinu, staðsettur í kjallaranum. Faðir barnanna var staddur erlendis á ráðstefnu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×