Erlent

Hátt í hundrað lík fundust í fjöldagröf

Sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Illa hefur gengið að stöðva framgang Boko Haram sem frá árinu 2009 hefur gert ítrekaðar árásir á bæi í norðurhluta Nígeríu.
Illa hefur gengið að stöðva framgang Boko Haram sem frá árinu 2009 hefur gert ítrekaðar árásir á bæi í norðurhluta Nígeríu. vísir/ap
Um níutíu lík fundust í gær í fjöldagröf í bænum Damask í norðausturhluta Nígeríu. Talið er að vígasveitir Boko Haram séu ábyrgar fyrir ódæðinu en bærinn var á valdi hryðjuverkahópsins þar til í síðustu viku. Líkin fundust í grunnri fjöldagröf í útjaðri bæjarins og var búið að afhöfða og limlesta sum þeirra, að því er fram kemur í frétt CNN.

Hersveitir frá Tsjad og Níger náðu bænum nýlega aftur á sitt vald og kveðst herinn aftur hafa náð yfirráðum í ellefu svæðum af fjórtán sem samtökin höfðu lagt undir sig.

Illa hefur gengið að stöðva framgang Boko Haram sem frá árinu 2009 hefur gert ítrekaðar árásir á bæi í norðurhluta Nígeríu. Árásirnar eru jafnan gerðar á lögreglu, skóla, kirkjur, moskur og óbreytta borgara. Í apríl 2014 rændu vígamenn samtakanna 200 skólastúlkum, sem enn hafa ekki fundist.


Tengdar fréttir

Kona barin til dauða í Nígeríu

Múgur manns barði unga konu til dauða í Bauchi í norðausturhluta Nígeríu í gær.Haldið var að hún ætlaði að svipta sig lífi í sjálfsmorðssprengjuárás.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×