Lífið

Drekasvæðið fær misjafna dóma á Twitter

Birgir Olgeirsson skrifar
Skjáskot úr þætti kvöldsins.
Skjáskot úr þætti kvöldsins.

Ný íslensk gamanþáttaröð, Drekasvæðið, var frumsýnd í Sjónvarpinu í kvöld. Handrit þáttanna er í höndum þeirra Ara Eldjárn, Braga Valdimars Skúlasonar og Guðmundar Pálssonar. Leikararnir eru ekki af verri endanum en þeirra á meðal eru Saga Garðarsdóttir, María Heba, Hilmar Guðjónsson, Birgitta Birgisdóttir, Nanna Kristín og Pétur Jóhann.

Þættirnir eru sex talsins og sá fyrsti sýndur í kvöld og því ljóst að nóg er eftir af gríninu en netverjar létu gamminn geisa á samfélagsmiðlinum Twitter á meðan þátturinn var sýndur á RÚV og fékk eins og svo margir aðrir þættir misjafna dóma.

Horfa á þáttinn hér.

Til að mynda segir Esther Ösp á Twitter: „Hvernig fór svona dásamlega fyndið fólk að því að gera svona sorglega ófyndinn þátt?“

Berglind Ásmundsdóttir er hins vegar jákvæðari fyrir þáttunum og segir þá þrælfyndna: „Og ég er ekki full.“

Þú getur fylgst með umræðum um þáttinn á Twitter hér fyrir neðan:






Fleiri fréttir

Sjá meira


×