Lilleström vann sinn þriðja leik í röð þegar þeir unnu öruggan 3-0 sigur á Bodø/Glimt í tíunda umferð norsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í dag.
Erling Knudtzon kom Lilleström yfir eftir stundarfjórðung, en á 41. mínútu tvöfaldaði Jörgen Kolstad forystuna og staðan 2-0 í hálfleik.
Þriðja markið kom ekki fyrr en þremur mínútum fyrir leikslok, en það gerði Moryke Fofana og lokatölur 3-0.
Finnur Orri Margeirsson spilaði allan leikinn fyrir Lilleström sem er nú í sjöunda sæti deildarinnar með fimmtán stig.
Árni Vilhjálmsson var ekki í leikmannahóp Lilleström, en liðið þjálfar að sjálfsögðu Rúnar Kristinsson.
Enski boltinn