Segir kannabisrækt verið eytt með ólögum Sveinn Arnarsson skrifar 27. nóvember 2015 07:00 Kannabisræktun Jóhannesar var til lyfjagerðar, að hans sögn. mynd/lögreglan Kannabisræktun Jóhannesar Bjarmasonar, framkvæmdastjóra Gæðafóðurs, var stöðvuð á bænum Hæringsstöðum í Svarfaðardal á mánudaginn var. Einnig var lagt hald á eitrað natríumklórít í heimahúsi á Akureyri þar sem Jóhannes bjó til lyfjaskammta, meðal annars fyrir krabbameinssjúklinga. Hann telur lögreglu hafa eyðilagt dýrmæt tæki, stundað spellvirki á eigum sínum og eyðilagt vörumerki sitt. Gunnar Jóhannsson, rannsóknarlögreglumaður á Akureyri, segir starfshætti lögreglunnar í þessu máli líka og í öllum öðrum sambærilegum málum. „Í Svarfaðardal átti sér stað ræktun á kannabisplöntum sem er ekki leyfileg samkvæmt lögum. Á Akureyri var verið að blanda saman eitruðum efnum til inntöku fyrir sjúklinga, sem er einnig í andstöðu við lög. Því réðst lögreglan í þessar aðgerðir,“ segir Gunnar.Fullyrðir að efni sín hafi lækningarmátt „Lögreglan gekk hreint til verks og eyðilagði fyrir mér tól og tæki upp á um sjö milljónir. Það er ekkert ólöglegt sem ég er að gera í þessu því ég er bara að rækta plöntu til að búa til úr henni olíu. Menn geta ekki sagt að það sé ólöglegt á nokkurn hátt,“ segir Jóhannes. Einnig stöðvaði lögreglan lyfjagerð Jóhannesar í húsi á Akureyri þar sem hann blandaði saman vatni, sítrónusýru og efni sem nefnist natríumklórít. Þetta kallar Jóhannes ACD. Natríumklóríð er venjulegt matarsalt en natríumklórít er mun sterkara efni. Í tilkynningu frá sóttvarnalækni árið 2010 um svipuð lyf segir að engin vísindaleg gögn liggi fyrir sem styðji notkun efnisins við sjúkdómum. Natríumklórít geti hins vegar skaðað fólk gríðarlega. Jóhannes vísar þessum fullyrðingum til föðurhúsanna og segir efnið sitt, ACD, drepa malaríu á innan við fjórum klukkustundum og einnig lækna krabbamein og alnæmi. „Ég myndi ekki segja að þetta sé eitthvað töframeðal fyrir krabbameinssjúklinga en ég get sagt með vissu að þetta hefur læknað hundrað þeirra sem ég þekki. Flensa og malaría deyr í líkamanum á innan við fjórum klukkustundum eftir inntöku. Það eru bara sýklalyfjaframleiðendur sem vilja banna þetta. Þetta gerir öllum gott. Ef hampolían mín og ACD-lyfið væri leyft væri hægt að loka öllum apótekum landsins,“ segir Jóhannes. Tengdar fréttir Grunur leikur á að verksmiðja á Akureyri hafi framleitt lyfjablöndu til lækninga án tilskilinna leyfa Hald lagt á tugi lítra af natríumklóríð, minniháttar magn af sítrónusýru og lyfjaglös. 24. nóvember 2015 16:26 Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Kannabisræktun Jóhannesar Bjarmasonar, framkvæmdastjóra Gæðafóðurs, var stöðvuð á bænum Hæringsstöðum í Svarfaðardal á mánudaginn var. Einnig var lagt hald á eitrað natríumklórít í heimahúsi á Akureyri þar sem Jóhannes bjó til lyfjaskammta, meðal annars fyrir krabbameinssjúklinga. Hann telur lögreglu hafa eyðilagt dýrmæt tæki, stundað spellvirki á eigum sínum og eyðilagt vörumerki sitt. Gunnar Jóhannsson, rannsóknarlögreglumaður á Akureyri, segir starfshætti lögreglunnar í þessu máli líka og í öllum öðrum sambærilegum málum. „Í Svarfaðardal átti sér stað ræktun á kannabisplöntum sem er ekki leyfileg samkvæmt lögum. Á Akureyri var verið að blanda saman eitruðum efnum til inntöku fyrir sjúklinga, sem er einnig í andstöðu við lög. Því réðst lögreglan í þessar aðgerðir,“ segir Gunnar.Fullyrðir að efni sín hafi lækningarmátt „Lögreglan gekk hreint til verks og eyðilagði fyrir mér tól og tæki upp á um sjö milljónir. Það er ekkert ólöglegt sem ég er að gera í þessu því ég er bara að rækta plöntu til að búa til úr henni olíu. Menn geta ekki sagt að það sé ólöglegt á nokkurn hátt,“ segir Jóhannes. Einnig stöðvaði lögreglan lyfjagerð Jóhannesar í húsi á Akureyri þar sem hann blandaði saman vatni, sítrónusýru og efni sem nefnist natríumklórít. Þetta kallar Jóhannes ACD. Natríumklóríð er venjulegt matarsalt en natríumklórít er mun sterkara efni. Í tilkynningu frá sóttvarnalækni árið 2010 um svipuð lyf segir að engin vísindaleg gögn liggi fyrir sem styðji notkun efnisins við sjúkdómum. Natríumklórít geti hins vegar skaðað fólk gríðarlega. Jóhannes vísar þessum fullyrðingum til föðurhúsanna og segir efnið sitt, ACD, drepa malaríu á innan við fjórum klukkustundum og einnig lækna krabbamein og alnæmi. „Ég myndi ekki segja að þetta sé eitthvað töframeðal fyrir krabbameinssjúklinga en ég get sagt með vissu að þetta hefur læknað hundrað þeirra sem ég þekki. Flensa og malaría deyr í líkamanum á innan við fjórum klukkustundum eftir inntöku. Það eru bara sýklalyfjaframleiðendur sem vilja banna þetta. Þetta gerir öllum gott. Ef hampolían mín og ACD-lyfið væri leyft væri hægt að loka öllum apótekum landsins,“ segir Jóhannes.
Tengdar fréttir Grunur leikur á að verksmiðja á Akureyri hafi framleitt lyfjablöndu til lækninga án tilskilinna leyfa Hald lagt á tugi lítra af natríumklóríð, minniháttar magn af sítrónusýru og lyfjaglös. 24. nóvember 2015 16:26 Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Grunur leikur á að verksmiðja á Akureyri hafi framleitt lyfjablöndu til lækninga án tilskilinna leyfa Hald lagt á tugi lítra af natríumklóríð, minniháttar magn af sítrónusýru og lyfjaglös. 24. nóvember 2015 16:26