Erlent

Segir hnatthlýnun geta neytt fólk til að flýja

Samúel Karl Ólason skrifar
Barack Obama, forseti Bandaríkjanna.
Barack Obama, forseti Bandaríkjanna. Vísir/EPA
Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, kallaði í dag eftir metnaðarfullum aðgerðum vegna hnatthlýnunar. Ef ekki verði farið í slíkar aðgerðir gæti hlýnun neytt fjölda fólks til að flýja heimili sín. Íbúar eyþjóða gætu lent í miklum hremmingum.

Í dag fundar forsetinn með leiðtogum eyjaþjóða sem hafa fundið fyrir hækkun sjávarborðs og fjölgun storma. Obama, sem er frá Hawaii og segist vera „eyjustrákur“ fundaði með leiðtogum Kíribati, Marshalleyja, Sankti Lúsía, Barbados og Papúa Nýju-Gíneu.

Obama sagði að íbúarnir á þessum eyjum væru kannski ekki fjölmennir né áhrifamiklir. Hins vegar séu þeir „berskjaldaðir fyrir hremmingum hnatthlýnunar“. Leiðtogar heimsins funda nú stíft á loftslagsráðstefnu í París. Fundarhöldin munu standa yfir til 11. desember.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×