Erlent

Óvænt heimsókn til Pakistan

Höskuldur Kári Schram skrifar
Modi mun funda með Nawas Sharif forsætisráðherra Pakistan í dag en þetta er fyrsta opinbera heimsókn indversk forsætisráðherra til Pakistan í meira en tíu ár.
Modi mun funda með Nawas Sharif forsætisráðherra Pakistan í dag en þetta er fyrsta opinbera heimsókn indversk forsætisráðherra til Pakistan í meira en tíu ár. Vísir/Getty
Narendra Modi forsætisráðherra Indlands kom í óvænta heimsókn til Pakistan í morgun. Hann mun funda með Nawas Sharif forsætisráðherra Pakistan í dag en þetta er fyrsta opinbera heimsókn indversk forsætisráðherra til Pakistan í meira en tíu ár.

Samskipti landanna hafa farið batnandi undanfarin misseri en forsætisráðherrarnir funduðu stuttlega á loftlagsráðstefnunni í París í Frakklandi sem fór fram fyrr í þessum mánuði. Löndin hafa deilt um yfirráðarrétt yfir Kashmir-héraði frá árinu 1947 og háð þrjár styrjaldir vegna þessa.

Friðarsamkomulag var undirritað árið 2003 en ítrekaðar ásakanir um brot á því samkomulagi hafa gengið á víxl á milli ríkjanna tveggja á síðustu árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×