Erlent

Flugvallarstarfsmaður lést í sprengingu í Istanbúl

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Öryggisstarfsmaður á flugvellinum í nótt.
Öryggisstarfsmaður á flugvellinum í nótt. Vísir/Getty
Hreingerningarkona lést við störf og önnur slasaðist í sprengingu á Sabiha Gökcen flugvellinum í Istanbúl í nótt. Til rannsóknar er hvort um sprengju hafi verið að ræða. Guardian hefur eftir Dogan fréttaveitunni.

Samkvæmt upplýsingum frá lággjaldaflugvélinu Pegasus varð sprengingin rétt upp úr klukkan tvö að staðartíma í nótt, eða á miðnætti að íslenskum tíma. Engir farþegar voru á svæðinu en starfsfólk var við störf.

Lögreglumenn vopnaðir rifflum og skotheldum vestum settu upp öryggishlið við innganga flugvallarins og leit fór fram í lofti sem og jörðu. Málið er í rannsókn en engin truflun hefur orðið á flugumferð vegna sprengingarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×