Erlent

Tuga saknað eftir aurskriðu í Kína

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá Shenzhen í Kína.
Frá Shenzhen í Kína. Vísir/AFP
Minnst 91 er saknað eftir að aurskriða lenti á 33 húsum í borginni Shenzhen í Kína. Hundruð björgunarmanna taka þátt í leitinni, en skriðan fór yfir um 380 þúsund fermetra svæði. Allt að tíu metra lag af jarðvegi liggur yfir svæðinu.

Yfirvöld segja að gríðarlega stór manngerð hrúga af jarðvegi og steypu hafi farið af stað og ollið skriðunni. Samkvæmt frétt ríkisreknu fréttaveitunnar Xinhua, lenti skriðan að miklu leyti á iðnaðarhúsnæði. Þó voru þar einnig íbúðarhúsnæði.

Skriðan olli því að sprenging varð í gasleiðslu á svæðinu, eins og sjá má á myndbandi hér að neðan. Sérfræðingar telja litlar líkur á annarri skriðu.

Björgunarmenn notast við 151 gröfu við leitina að þeim sem saknað er.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×